Póstlisti
Skráđu netfangiđ ţitt og fáđu tilkynningar sendar í tölvupósti
Nafn
Afskrá

Styrktaraðilar, Liðsmenn Jerico

Allra Átta vefsíðufyrirtæki styrkir þessa vefsíðu. www.8.is

Leit.is styrkir Liðsmenn Jerico. www.leit.is

Jómfrúin.is styrkir Liðsmenn Jerico. www.jomfruin.is

IOGT styrkir Liðsmenn Jerico. www.iogt.is

DalPay styrkir Liðsmenn Jerico. www.dalpay.com

Grunnskólinn Þelamörk.
(áheitahlaup)

Starfsmannfélag Kaupþings.
(við Hlemm)

Jakob Einar Jakobsson.
(hjólaði hringveginn)

Merkjalist.
(www.merkjalist.is)

Bústaðarkirkja.
(www.kirkja.is)

Rannsóknir á einelti

logoisl.gif (3369 bytes)

 

Umfang og eðli eineltis í íslenskum grunnskólum

Stutt samantekt niðurstaðna rannsóknar sem unnin var af

Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála fyrir Menntamálaráðuneytið.

 

Markmið rannsóknarinnar

Tilgangur rannsóknar var:

1.   Að þróa ítarlegan spurningalista um einelti sem nota mætti við mælingar í íslenskum skólum.

2.   Að leggja hann fyrir stórt úrtak barna og unglinga til að fá yfirlit um eðli og umfang eineltis á Íslandi á miðstigi grunnskólans.

3.   Að kanna orðaforða og hugtök sem börn og unglingar nota um einelti og aðra hegðun af svipuðu tagi.

 

Framkvæmd rannsóknar

Spurningalistinn var gerður með hliðsjón af innlendum og erlendum spurningalistum um þetta efni, en einkum var hann byggður á hópviðtölum við rúmlega 100 börn og unglinga í íslenskum grunnskólum. Var þetta gert til þess að orðalag barnanna sjálfra kæmi fram í spurningalistanum, og hann yrði þannig aðgengilegri fyrir þau og gæfi betri mynd af reynslu þeirra.

Spurt var um 5 meginþætti:  reynslu barnanna af því að verða fyrir einelti, reynslu þeirra af því að leggja aðra í eineltii,  úrræði þeirra gegn einelti, viðbrögð þeirra þegar verið er að taka aðra fyrir og loks hugmyndir barna og unglinga um orsakir eineltis.  Einnig var spurt um kyn, aldur, bekkjardeild (árgang) og búsetu eftir landshluta.

 

Úrtak.

Safnað var upplýsingum um fjölda nemenda eftir bekkjum frá öllum grunnskólum í landinu með nemendur í 5., 7. eða 9. bekk.  Ákveðið var að draga úrtak sem innihéldi sem næst 2000 nemendur sem skiptist jafnt milli áðurnefndra bekkjarstiga.

Dregið var lagskipt úrtak þannig að hlutfall nemenda eftir búsetu í úrtaki var sem næst samsvarandi hlutfalli í þýðinu. Að öðru leyti var tilviljun látin ráða því hvaða bekkir lentu í úrtakinu.   Úrtakið reyndist vera 19,5% af þýðinu. Heimtur voru góðar þar sem svör bárust frá 85,9% nemenda í úrtakinu.  Könnunin var kynnt skólum, nemendum sjálfum og forráðamönnum þeirra og þátttaka var frjáls. Svörun spurninganna tók tvær kennslustundir og var nafnlaus.

 

Samantekt helstu niðurstaðna. 

Reynsla þolenda eineltis: Athugað var hvaða reynslu börnin hefðu af einelti sem þolendur þess. Fram kom að um 13% barna í 5. bekk telja sig hafa orðið fyrir einelti í vetur „stundum” eða oftar. Fara þessar tölur lækkandi eftir aldri (sjá 1. mynd) . Greindir voru 7 undirflokkar eineltis, sem kallaðir eru neikvæð upplifun, líkamlegt ofbeldi, baktal, gagnrýni á útlit eða háttalag, félagsleg útskúfun, flótti/forðun og forsaga. Fram kom m.a. að drengir upplifðu frekar líkamlegt ofbeldi en stúlkur og áttu sér lengri forsögu. Stúlkur höfðu neikvæðari upplifun og urðu meira fyrir óbeinu einelti (baktali) en drengir. Fram kom einnig að þessu fylgir veruleg vanlíðan. Einnig hefur félagsleg útskúfun verulega fylgni við það að telja sig hafa orðið fyrir einelti. 2. mynd sýnir hina sjö flokka/tegundir þolenda.

Reynsla geranda eineltis var einnig mæld. Um 4,6% 5. bekkinga segjast hafa lagt aðra í einelti í vetur stundum eða oftar. Tíðnin eykst lítillega með aldrinum eins og sýnt er á 1. mynd. Drengir voru fremur gerendur en stúlkur og voru hærri á öllum undirþáttum eineltis. Þeir beittu meira munnlegu og líkmalegu einelti, baktali/óbeinu einelti og þeir áttu sér lengri forsögu sem gerendur. Skörun milli þess að vera gerandi og þolandi eineltis var mest á líkamlega ofbeldisþættinum. Tengslin voru mun veikari t.d. milli þess að vera félagslega útskúfaður, og þess að leggja aðra í einelti. 3. mynd sýnir hinar fjóra undirþætti tengda gerendum sem voru aðgreindir.

 Sú sundurgreining í undirflokka eineltis sem lýst er í könnuninni nýtist við mat á árangri af ráðstöfunum gegn einelti og við að skilja sambandið á milli þess að vera gerandi og þolandi eineltis. 

 Úrræði sem börnin segjast grípa til.  Athuguð voru þau úrræði sem börnin segjast grípa til ef þau verða fyrir einelti. Greind voru með þáttagreiningu mismunandi viðbrögð: undirgefni, að ráðast á móti, leiða vandann hjá sér, leita hjálpar fullorðinna, beita lymskubrögðum/óbeinum leiðum til að verja sig, fá hjálp frá jafnöldrum og bíða og vona að þetta líði hjá. Fram komu sterk tengsl milli þess að verða fyrir einelti og þess að sýna undirgefni eða að bíða og vona að vandinn líði hjá. Þeir sem leggja aðra í einelti segjast svara fyrir sig með því að ráðast á móti eða leita aðstoðar hjá jafnöldrum. Yngri krakkar segjast leita frekar til foreldra og starfsfólks skólanna. Stelpur eru einnig líklegri til að segjast sýna undirgefni og eða segjast leita til foreldra/kennara, borið saman við stráka. Kynja- og aldursmunur er þó smávægilegur  og flestir segjast mundu reyna að leiða áreitnina hjá sér. Gerendur eineltis beita, eins og við er að búast virkari leiðum til að bregðast við einelti, sem þeir verða sjálfir fyrir. Þeir ráðast á móti og/eða leita til vina/jafnaldra um aðstoð.  Því neikvæðari upplifun sem börnin hafa af eineltinu því líklegri eru þau til að sýna undirgefni. Í grófum dráttum má segja að mismunandi mælingar bendi til þess að með auknu einelti dragi börn sig frekar í hlé.

Þessi sundurgreining úrræða ætti að nýtast við mat á fræðslu um hvernig skuli bregðast við einelti. Einnig er hér komið sértækt mælitæki til frekari rannsókna á félagslegum samskiptum gerenda og þolenda eineltis, m.a. á því að hve miklu leyti þessi viðbrögð mótast af þeirri reynslu sem börnin hafa orðið fyrir.

 Hugmyndir barnanna sjálfra um orsakir eineltis voru rannsakaðar og það hvernig þessar hugmyndir tengjast úrræðum og þeirra eigin reynslu af einelti sem gerandi eða þolandi.  Fram kom að helstu “kenningar” barnanna sjálfra um orsakir eineltis eru þær að um sé að ræða þrýsting frá félögunum, að verið sé að skemmta sér og öðrum, að um sé að ræða hefnd (að þolandi hafi unnið til þess) eða grín (ekki illa meint) og að þeir sem eru feimnir séu frekar teknir fyrir og að þeir sem leggja aðra í einelti séu afbrýðisamir. Svo virðist sem kenningarnar þjóni fyrst og fremst þeim tilgangi að réttlæta eða útskýra eigin hegðun. Þannig aðhyllast gerendur þær hugmyndir að þolendur hafi unnið til þess sem þeir verða fyrir eða að um „létt grín” sé að ræða en þolendur og þeir sem eru hvorugt segja að um afbrýðisemi sé að ræða.

Athuguð voru einnig viðbrögð þegar aðrir eru teknir fyrir. Fram komu 5 megintegundir viðbragða: Að vera verjandi (að koma þolanda til hjálpar), afskiptaleysi, að vera áhorfandi (að fylgjast með einelti og hafa gaman af), og að vera gerandi og þolandi.  Stelpur voru líklegri til að koma til hjálpar, strákar voru líklegri til að fylgjast með af áhuga og líklegri til að vera gerendur og þolendur.

Að síðustu var rannsakaður skilningur barna og unglinga á 6 orðum sem notuð hafa verið í rannsóknum hérlendis og lýsa athæfi sem tengist einelti.  Skilningurinn var metinn með teikningum af 25 atvikum úr skólalífinu, og voru þátttakendur beðnir um að segja til um hvort þessi atvik væru einelti eða ekki. Fram kom að börnin leggja svipaðan skilning í orðin „einelti”, „að taka fyrir”, „að hrekkja” og „stríða”. Hinsvegar telja þau merkingu þess að „ráðast á” nokkuð frábrugðna þessu. Það á einnig við um „að skilja út undan”. Fram kemur að skilningur 8 ára barna er örlítið rýmri en 14 ára barna, t.d. telja þau fleiri atvik vera dæmi um að „skilja út undan” en 14 ára krakkar. Skilningi íslenskra barna á hugtakinu „einelti” svipar mjög til skilnings breskra barna á orðinu „bullying”.   

 

 

wpe2.jpg (17498 bytes)

1. mynd:    Hlutfall nemenda sem hafa verið lagðir í einelti (þolendur) og lagt aðra

í einelti (gerendur) stundum eða oftar í vetur, skipt eftir bekkjum.


 

wpe3.jpg (16591 bytes)

2. mynd:    Meðaltöl á þolendaþáttum eftir kyni nemenda á kvarðanum 1 (aldrei) til 5 (oft í viku).

 

 wpe4.jpg (13026 bytes)

3. mynd:    Meðaltöl á gerendaþáttum eftir kyni nemenda á kvarðanum 1 (aldrei) til 5 (oft í viku).

 

 

miđvikudagur 19 desember 12 2018
Nýjustu fréttir
http://www.kolbrunbaldurs.is/ Á þessari síðu getur þú og...
Í tilefni alþjóðlegs geðheilbrigðisdags 10. október...
Umboðsmaður barna sendi á mánudaginn, 21. mars 2011, bréf til allra...

Könnunn

Er eineltisáćtlun ţíns skóla ađgengi-og sýnileg?
  • Nei