Póstlisti
Skráđu netfangiđ ţitt og fáđu tilkynningar sendar í tölvupósti
Nafn
Afskrá

Styrktaraðilar, Liðsmenn Jerico

Allra Átta vefsíðufyrirtæki styrkir þessa vefsíðu. www.8.is

Leit.is styrkir Liðsmenn Jerico. www.leit.is

Jómfrúin.is styrkir Liðsmenn Jerico. www.jomfruin.is

IOGT styrkir Liðsmenn Jerico. www.iogt.is

DalPay styrkir Liðsmenn Jerico. www.dalpay.com

Grunnskólinn Þelamörk.
(áheitahlaup)

Starfsmannfélag Kaupþings.
(við Hlemm)

Jakob Einar Jakobsson.
(hjólaði hringveginn)

Merkjalist.
(www.merkjalist.is)

Bústaðarkirkja.
(www.kirkja.is)

Eru þolendurnir í skólunum vandamálið ?

Vandamál þolenda eineltisofbeldis í skólum eru mörg og oft flókin. Þolandinn verður jafnvel fyrir áfalli dag eftir dag af hendi gerandans, áfalla sem geta haft djúpstæð áhrif á þolandann fyrir lífstíð.

Til að vinna bug á einelti og til að sporna við því, hafa skólar eineltisáætlanir og/eða viðbragðsáætlanir til að vinna eftir. Hingað til hefur það þó því miður verið þannig að þolandinn og aðstandendur hans hafa þurft að axla nær alla ábyrgð þegar upp kemst um einelti.

Foreldrar þolandans berjast við að fá viðunandi aðstoð fyrir barnið sitt í skólanum, hjá skólayfirvöldum, hjá foreldrum skólafélaga, læknum, sálfræðingum, bæjaryfirvöldum og lengi mætti telja.

Gerandinn fær tiltal sem of sjaldan ber árangur, foreldrar gerandans eiga að fá upplýsingar um hegðun barnsins ef í þá næst og samvinnan við þá er því líka algjörlega undir því komin. Forsendan fyrir því að góður árangur náist í eineltisvinnu er góð samvinna við foreldra gerandanna, hún er algjört grundvallaratriði.

Til að gera langa sögu stutta þá enda erfiðustu eineltismálin þannig að foreldrar þolendanna flýja með barnið sitt í nýjan skóla eða flytja í nýtt hverfi, bæjarfélag eða landshluta til að losna undan eineltinu en gerendurnir sitja eftir áfram í gamla skólanum, með gömlu félögunum í gamla bekknum og finna sér nýtt fórnarlamb til að níðast á og eineltið heldur áfram.

Þess vegna spyr ég; Eru þolendurnir vandamálið í skólunum?

Meðan skilaboðin úti í þjóðfélaginu eru þau að fjarlægja skuli vandamálin sem ekki tekst að leysa og þolandinn er fjarlægður, fær eineltið að þrífast. Einelti þrífst þar sem það fær að þrífast.

Gerandinn lærir mjög fljótt á skólasvæðið hvar best er að athafna sig og beitir þeim aðferðum sem best henta hverju sinni.

Illa upplýst barn eða barn sem hefur þörf fyrir að niðurlægja, meiða eða særa til að fá útrás fyrir þær kenndir sem hrjá það getur sýnt eineltið í andlegum, líkamlegum eða félagslegum myndum.

Andlegt, ljót orð, augngotur, niðurlægjandi athugasemdir og framkoma og ósannindi sögð og látin ganga...

Líkamlegt, barsmíðar, spörk, hrindingar, hrákaslettur......

Fjárhagslegt, eignaspjöll, þjófnaður, fjárhagsleg kúgun, matur og nesti tekið og borðað eða eyðilagt......

Félagslegt, útskúfun/útilokum, hundsun, einangrun, lokað á voðkomandi í samskiptum á netinu eða einelti birtist þar í nýrri nafnlausri mynd, myndir og lygar um þolandann ganga á milli í gsm símum og á msn. Eineltið eltir börnin heim og þau eru hvergi örugg.......

Hræðsla og kvíði fer að gera alvarlega vart við sig og öryggi barnsins hefur beðið hnekki, svefninn verður vandamál hjá mörgum, að geta ekki sofnað fyrir kvíða og tilhugsuninni fyrir næsta degi. Veikindi gera vart við sig hjá þolandanum, veikindi sem hann treystir á að tryggi honum veikindaleyfi heima sem lengst í burtu frá kvölurunum.

Þolandinn sýnir depurð heima, fær aukna matarlyst eða missir matarlyst, dregst í sætindi eða verður sólginn í sæta drykki og þetta er bara byrjunin. Gott bragð í munninn til að deyfa vonda bragðið af tilfinningunum sínum.

Þolandinn fer jafnvel að sýna breytta hegðun í skóla og heima hjá sér, þau fara að láta lítið bera á sér og fara að verða meiri einfarar eða fara að sýna öfgakennd viðbrögð við því sem áhorfanda gæti fundist lítilvægt en þolmörkin er farin að skekkjast og þolandinn er hættur að ráða við spennuna sem hefur búið um sig innra með honum. Hann situr jafnvel eftir með skammir fyrir það sem gerðist.

Sérúrræði eru til og það þarf sérúrræði til að takast á við einelti. Gerendur sem ekki breyta hegðun sinni og snúa til betri vegar við tiltal, aðvörun og samtöl þurfa hegðunarkennslu. Skólayfirvöld í hverju bæjarfélagi héldu þá utan um sinn hegðunarskóla, þetta sérúrræði.

Sú hegðunarkennsla sem færi fram yrði í höndum sérkennara, kennara, þroskaþjálfa, sálfræðinga og annarra sérfræðinga. Aðalatriðið er að gerendurnir eru teknir út úr skólunum, þeir brutu alvarlega af sér og þetta er afleiðingin.

Með þessu sérúrræði eru gerendur teknir út úr þeim aðstæðum sem þeir ekki ráða við í skólanum en þolendurnir fá tækifæri til að byggja upp fyrra öryggi í skólanum á ný og tengjast bekknum sínum með hjálp bekkjarkennarans.

Umræður við bekkinn um ástandið, leikið efni sem gott er að sýna bekknum, hlutverkaleikir, fyrirlestrar, allt eru þetta verkfæri sem hjálpa til við að laga ástandið, styrkja þolandann og koma í veg fyrir að sá sem fyrir eineltisofbeldi lendi þurfi að gjalda fyrir það líka.

Ábyrgð gerandanna er ábyrgð foreldranna og undir henni þurfa þeir að standa og taka þátt í að útrýma eineltisofbeldi.

Einelti er glæpur og það er staðreynd að margir afbrotamenn hefja sinn feril sem gerendur eineltis.

Tökum saman á vandanum, við berum öll ábyrgð.

20.apríl 2009

Liðsmenn Jerico óska eftir áliti umboðsmanns barna á réttarstöðu barna sem verða fyrir einelti í skóla.

 

Í Svíþjóð voru sett lög árið 2006 þar sem hverskonar niðrandi hegðun og einelti í skólum var bannað.

Samkvæmt þeim eiga nemendur rétt á skaðabótum ef skólinn gerir ekki allt sem í hans valdi stendur til að koma í veg fyrir einelti.

Nokkrir dómar hafa fallið síðan og þar í landi hafa fórnarlömbum eineltis verið greiddar skaðabætur

af hálfu sveitarfélaga þar sem skólar hafa ekki staðið vörð um bannið.

Er hægt að kæra slík tilfelli á Íslandi í dag samkvæmt breytingum á barnalögunum?

Hvert eiga foreldrar að leita til að sækja rétt sinn ef barna þeirra er lagt í einelti?

Hafi barnið orðið fyrir sýnilegum skaða hvort heldur andlega eða líkamlega vegna eineltis í skóla. Hvert á þá að kæra?

Er umboðsmanni barna kunnugt um eitthvert mál sem gæti verið fordæmisgefandi hvað þetta varðar?

Ef barn skaðar barn í skólanum á skólatíma, hver er þá eðlileg meðferð málsins?

Með fyrirfram þökk og kærri kveðju.

Ingibjörg H Baldursdóttir

 

Um breytingu á barnaverndarlögum, nr. 80/2002,

1. mgr. 99. gr. laganna orðast svo:

Hver sem beitir barn andlegum eða líkamlegum refsingum, hótunum eða ógnunum eða sýnir af sér aðra vanvirðandi háttsemi gagnvart barni skal sæta sektum eða fangelsi allt að þremur árum.

2. mgr. 1. gr. laganna orðast svo:                   

Allir sem hafa uppeldi og umönnun barna með höndum skulu sýna þeim virðingu og umhyggju og óheimilt er með öllu að beita börn ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi. Foreldrum ber að sýna börnum sínum umhyggju og nærfærni og gegna forsjár- og uppeldisskyldum við börn sín svo sem best hentar hag og þörfum þeirra. Þeim ber að búa börnum sínum viðunandi uppeldisaðstæður og gæta velfarnaðar þeirra í hvívetna.

2. mgr. 18. gr. laganna orðast svo:

Gefa skal fulltrúa barnaverndarnefndar kost á að vera viðstaddur skýrslutöku af barni sem sakborningi í samræmi við ákvæði laga um meðferð sakamála, svo og skýrslutöku af barni sem brotaþola og sem vitni. Á þetta við hvort sem skýrslutaka fer fram hjá lögreglu eða fyrir dómi. Um skýrslutöku af barni gilda að öðru leyti ákvæði laga um meðferð sakamála og reglugerða sem settar hafa verið með stoð í þeim.

laugardagur 17 nóvember 11 2018
Nýjustu fréttir
http://www.kolbrunbaldurs.is/ Á þessari síðu getur þú og...
Í tilefni alþjóðlegs geðheilbrigðisdags 10. október...
Umboðsmaður barna sendi á mánudaginn, 21. mars 2011, bréf til allra...

Könnunn

Er eineltisáćtlun ţíns skóla ađgengi-og sýnileg?
  • Nei