Póstlisti
Skráđu netfangiđ ţitt og fáđu tilkynningar sendar í tölvupósti
Nafn
Afskrá

Styrktaraðilar, Liðsmenn Jerico

Allra Átta vefsíðufyrirtæki styrkir þessa vefsíðu. www.8.is

Leit.is styrkir Liðsmenn Jerico. www.leit.is

Jómfrúin.is styrkir Liðsmenn Jerico. www.jomfruin.is

IOGT styrkir Liðsmenn Jerico. www.iogt.is

DalPay styrkir Liðsmenn Jerico. www.dalpay.com

Grunnskólinn Þelamörk.
(áheitahlaup)

Starfsmannfélag Kaupþings.
(við Hlemm)

Jakob Einar Jakobsson.
(hjólaði hringveginn)

Merkjalist.
(www.merkjalist.is)

Bústaðarkirkja.
(www.kirkja.is)

Ákall til þjóðar

Kæri lesandi.

Þann 21. júní síðast liðinn gafst sonur okkar, Lárus Stefán Þráinsson upp á lífinu, brotinn eftir áralangar misþyrmingar eineltis. Hann var einungis 21 árs gamall. Við höfum nú hrundið á stað þjóðarátaki gegn einelti með því að stofna samtök foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda.

 

Í kjölfar dauða Lárusar hefur orðið mikil umræða um einelti í fjölmiðlum og sem náð hefur að fanga athygli fólks um allt land. Til okkar hefur leitað mikill fjöldi fólks með svipaða sögu að segja og við. Þetta fólk á ýmist börn sem glíma við þetta þjóðarmein eða það hefur sjálft farið illa út úr einelti á yngri árum og oftast ekki náð að vinna sig út úr því. Við finnum fyrir miklum meðbyr með stofnun samtakanna enda virðist þörfin vera mikil fyrir þolendur á öllum aldri sem og aðstandendur. Það er eins og fólk sé betur að uppgötva hvað einelti er í raun alvarlegt enda markar einelti fólk til lífstíðar og er oft orsök heilsufarslegra vandamála í mörg ár eftir að eineltinu líkur. 

 

Töluvert hefur áunnist í barráttunni gegn einelti á undanförnum árum en fyrst og fremst hefur verið einblínt á forvarnir en lítið unnið gegn þeim skelfilegu afleiðingum sem einelti veldur þolendum. Einelti er enn allt of algengt og margt bendir til að það sé að aukast og harðna. Þessu til sönnunar má benda á að farsímar og tölvur skapað alveg nýjan vettvang fyrir einelti.

 

Það er algjörlega óásættanlegt að fólk þurfi að upplifa svo mikla uppgjöf barna sinna á samfélaginu vegna áralangra byrða eineltis og félagslegs vanmáttar eða einangrunar. Því miður eru þeir margir þolendurnir sem taka það sorglega skref frá þjáningu sinni sem sonur okkar tók. Flestir þolendur lifa þó eineltið af en líf þeirra verður aldrei samt á eftir. Flestir glíma við þunglyndi, skömm og félagslegt óöryggi í mörg ár og margir jafna sig aldrei; líf þeirra er markað til frambúðar. Því miður fer þeim þolendum fjölgandi sem kjósa að deyfa sársauka sinn í vímuefnum og eru þeir auðveld bráð fíkniefna. Þegar rætt er um forvarnir í vímuvörnum þá finnst okkur oft skorta skilning á því að vímuefnanotkun getur verið afleiðing annarra vandamála en ekki alltaf orsök þeirra. Þegar við förum að nálgast vímuefnavandann sem hugsanlega afleiðingu vandamála er meiri líkur á því að við áttum okkur betur á orsökunum þess að börnin okkar lenda í klóm vímuefna.

 

Við verðum að gera okkur grein fyrir því að þolendur eineltis, og þeirrar útskúfunar sem slíku fylgir, bera ekki vandamál sín á borð. Þetta er þeirra skömm og þeirra leyndamál sem þeir tala ekki um. Þeir trúa því oftast sjálfir að þeir séu vonlausir og þeim finnst þeir hafa brugðist, brugðist foreldrum og fjölskyldu sinni með því að vera svona. Öll börn þrá að foreldrar þeirra séu stoltir af þeim og hrósi þeim, því bregst barnið við með afneitun þegar grunur vaknar um einelti. Því síður vill barnið að brugðist verði við vandamálinu enda vill það ekki að vonleysi þess fái meiri athygli en þegar er orðið. Fyrstu viðbrögð foreldrar eru oft líka afneitun enda trúa þeir ekki að þeirra barn hafi eitthvað til þess að bera að vera lagt í einelti. Því miður eru síðan viðbrögð foreldra, þegar raunveruleikinn blasir við, mikil sorg, sjálfsásökun, skömm og vanmáttur. Það sem síðan gerir málið jafn vandasamt og erfitt viðureignar er mikil afneitun foreldra gerandans. Barnið mitt tekur ekki þátt í einelti!

 

Einelti gerir ekki manna mun, það spyr ekki um stétt eða stöðu; það getur hitt okkur öll. Það er þjóðarmein sem kostar samfélagið gríðarlegar upphæðir á ári hverju í heilbrigðiskerfinu. Við getum breytt þessu til betri vegar en það þarf að eyða fordómum með því að draga vandamálið fram í dagsljósið og fræða fólk um meinið. Hvað veldur því að börnin okkar verða fyrir einelti? Er það félagsleg minnimáttarkennd sem veldur kvíða og þunglyndi barna okkar? Hvað veldur því að börnin okkar falla fyrir eigin hendi eða krumlu vímuefna?  

Það eina sem dugar í baráttunni við einelti og afleiðingar þess er að axla öll ábyrgð á vandanum í þjóðfélaginu og það gerum við með því að búa börnunum okkar betra líf en við gerum í dag.

 

Það er einlæg ósk okkar að þú sýnir vandanum skilning og lýsir yfir stuðningi við Þjóðarátaki gegn einelti með því valdi, þeirri þekkingu og þeim ráðum sem þú hefur og leggir hönd á plóg við að bjarga geðheilbrigði og lífi fólks sem þarf á hjálp að halda.

 

Einelti er ekki einungis mál þolandans og gerandans, heldur okkar allra.

 

Kveðja.

Ingibjörg Helga Baldursdóttir

Þráinn Lárusson

miđvikudagur 19 desember 12 2018
Nýjustu fréttir
http://www.kolbrunbaldurs.is/ Á þessari síðu getur þú og...
Í tilefni alþjóðlegs geðheilbrigðisdags 10. október...
Umboðsmaður barna sendi á mánudaginn, 21. mars 2011, bréf til allra...

Könnunn

Er eineltisáćtlun ţíns skóla ađgengi-og sýnileg?
  • Nei