Póstlisti
Skráđu netfangiđ ţitt og fáđu tilkynningar sendar í tölvupósti
Nafn
Afskrá

Styrktaraðilar, Liðsmenn Jerico

Allra Átta vefsíðufyrirtæki styrkir þessa vefsíðu. www.8.is

Leit.is styrkir Liðsmenn Jerico. www.leit.is

Jómfrúin.is styrkir Liðsmenn Jerico. www.jomfruin.is

IOGT styrkir Liðsmenn Jerico. www.iogt.is

DalPay styrkir Liðsmenn Jerico. www.dalpay.com

Grunnskólinn Þelamörk.
(áheitahlaup)

Starfsmannfélag Kaupþings.
(við Hlemm)

Jakob Einar Jakobsson.
(hjólaði hringveginn)

Merkjalist.
(www.merkjalist.is)

Bústaðarkirkja.
(www.kirkja.is)

Hugrekki er að bregðast við þrátt fyrir óttann

Ég hef mikið verið að velta fyrir mér hversu víðtæk og djúpstæð áhrif eineltið og afleiðingar þess hafa á líf svo ótal margra annarra en eineltisþolandans og hans fjölskyldu.

Einelti er þjóðfélagslegt mein og áhrif þess og afleiðingar eru gríðarlega miklar á allt þjóðarbúið.

Mér finnst alveg augljóst hvað það er þjóðhagslega óhagstætt að einelti sé ekki upprætt í fæðingu, að einelti fái ekki að krauma í skjóli þess að enginn taki ábyrgð, einn vísi á annann og vísvitandi litið fram hjá vandanum, eineltisofbeldið er þagað í hel af því að fólki finnst þetta óþægilegt, það sé illa upplýst, þessi vinna sé dýr og tímafrek.

Þjóðfélaginu öllu til vansa því þar er það að bregðast mjög stórum hluta þjóðfélagsþegna sinna með því að afneita þjóðfélagslegum vandanum. Okkar er valdið.

Afleiðingar eineltisofbeldis kosta heilbrigðiskerfið, atvinnulífið, félagsmálakerfið og menntakerfið árlega stór fé og við þurfum að átta okkur á því að afleiðingar eineltis eru veikindi bæði á sál og líkama þolendanna og fjölmargra aðstandenda þeirra?

Byrjum á að skoða börn í skóla sem verða fyrir einelti. Á bak við hvert barn eru foreldrar, systkini,afar, ömmur. Það er heil fjölskylda. Margir aðstandendur.

Hugur fjölskyldu þolenda eineltis er hjá þolandanum allan sólahringinn.

Aðstandendur eru ekki með hugann einbeittir við starfið sitt eða framhaldsnám.

Einbeiting aðstandenda þolanda eineltisofbeldis er stórlega skert, alveg eins og hjá þolanda eineltis.

Það búa allir þolendur eineltis við nagandi kvíða og hræðslu, sem smitast yfir í alla fjölskylduna, alla aðstandendur. Allir eru að hugsa það sama. Allir eru að hugsa til þolandans. Hvað skyldi gerast í dag?

Námsafköst minnka, námsárangur slaknar. Þolandinn fær jafnvel skammir fyrir að fylgjast ekki með í tímum að hann sé óvirkur og sýni lítinn áhuga.

Þolandinn er í eigin heimi farinn að útiloka allt og alla. Alltaf hræddur um að mistakast - alltaf hræddur við að tala - alltaf hræddur við að vera til og fá skítkast fyrir.

Sérúrræði fyrir nemendur í skóla kosta peninga. Foreldrarnir skila ekki fullum vinnuafköstum, með hugann allt annars staðar, stórann part vinnudagsins. Atvinnurekandinn fær ekki fullnýtta starfskrafta á vinnustað.

Svo ekki sé talað um þegar allt skreppið á foreldrunum í skólann og til sérfræðinga sem kostar það að foreldrarnir þurfa að taka sér frí frá störfum til að sinna barninu sínu. Skert vinnuafköst. Áhyggjur foreldra vegna vinnu/vinnuveitenda sinnar auk áhyggjanna af barninu.

Ástandið kostar líka fleiri veikindadaga vegna barns þegar börnin hreinlega eru farin að verða veik af vanlíðan og kvíða. Foreldrar ganga jafnvel á sumarfrídagana sína. Kemur niður á foreldrunum, fjölskyldunni og vinnuveitandanum.

Börn verða að fullorðnu fólki og afleiðingar eineltisins sem þau urðu fyrir fara misjafnlega illa með þau. Afleiðingar eineltis eru skelfilegar og fólk er niðurbrotið og mótað fyrir lífstíð.

Þolendur eineltisofbeldis þrælast áfram með skugga eineltisins á bakinu. Vanmáttarkenndina, þunglyndið, reiðina og skömmina.

Ömurleikinn heldur áfram getur líka haldið áfram hjá þeim sem hafa þurft að þola einelti árum saman.

Í nýja skólanum á nýja vinnustaðnum getur einelti elt fólk eða tekið á sig mynd illskunnar. Með sínum lamandi og hægdrepandi áhrifum á allt umhverfi þolendans. Og það sem er verst af öllu er að þolandinn þjáist af skömm. Honum finnst hann vera að bregðast, að það sé eitthvað að sér.

Auðvitað er eitthvað að en það er ekki þolandanum að kenna. Heldur þeim boðskap sem honum er sendur í orði-andlegt, hundsun-andlegt/félagslegt eða líkamlegu ofbeldi.

Fullorðinn þolandinn fer alveg jafn illa út úr einelti eins og barn ef ekki verr því að hann hefur engan til að berjast fyrir sig. Hann er fangi í einangrun, þunglyndi og skömm, bjargarlaus.

Veikindin verða alvarlegri, fjarvera úr námi og vinnu vegna vanlíðunar. Námsárangur slaknar, vinnueinbeiting versnar. Þetta kemur svo niður á námslánum, starfinu, laununum og sálinni.

Tímar hjá sálfræðingum og geðlæknum, heilurum og allt sem hægt er að láta sér detta í hug til bóta fyrir þolandann kostar stórfé.

Aðgerðarlausir áhorfendur eineltis verða fyrir áhrifum?

Þar sem einelti er ofbeldi sem iðulega margir áhorfendur eru að, er mikilvægt að hafa í huga að eineltið hefur einnig áhrif á þá sem verða vitni að því. Áhorfendur að einelti geta upplifað óöryggi og ótta um að þetta geti einnig komið fyrir þá, sérstaklega ef ekki er gripið fljótt og vel inn í atburðarrásina og rætt við alla hlutaðeigandi. Þá geta þessir einstaklingar farið að sýna verri frammistöðu í skóla, þar sem þau verða upptekin af því að sjá fyrir sér hvernig þau komast hjá því að lenda í svipaðri aðstöðu og þolandinn.

Þolandinn á jafnvel ekki eftir peninga til að borga fyrir hjálpina eða lyfin sem bjóðast.

Hvernig er hægt að komast hjá því að verða þunglyndur, kvíðinn, reiður og félagsfælinn? Geðheilbrigði er í veði og ungu fólki er að fjölga hratt sem fær öryrkjamat vegna þess að það treystir sé hreinlega ekki út úr húsi.

Alvarlegasta afleiðing eineltis er að fólk tekur líf sitt svo það losni undan kvölum sínum og niðurbroti. Það gefst upp á lífinu, gefst upp á að reyna að falla inn í þjóðfélagið.

Þjóðfélagið sem er að bregðast stórum hluta þjóðfélagsþegna með því að þegja alvarleika eineltis í hel og afneita vandanum.

Það þarf að vinna af krafti gegn því þjóðfélagslega meini og broti á mannréttindum sem einelti er og draga úr þeim skaðlegu áhrifum sem afleiðingar eineltis hafa á sál og líkama.

Við þurfum að taka meðvitaðar ákvarðanir um að brjóta niður múra þagnarinnar, reiðinnar, skammarinnar, varna- og ráðaleysis.

Að byggja upp brotnar sálir og bjóða betra geðheilbrigði.

Hugrekki er að bregðast við þrátt fyrir óttann.

Einelti spyr ekki um stétt eða stöðu. Einelti gerir ekki mannamun. Það skiptir ekki máli hvort þú ert ríkur eða fátækur, hvítur, svartur eða gulur, lítill eða stór, heilbrigður eða fatlaður.

Allir geta orðið eineltisfórnalömb.

Næsta fórnalamb gæti orðið barnið þitt, systkini þitt, foreldrar þínir, nákominn ættingi þinn, vinur þinn eða vinnufélagi.

miđvikudagur 19 desember 12 2018
Nýjustu fréttir
http://www.kolbrunbaldurs.is/ Á þessari síðu getur þú og...
Í tilefni alþjóðlegs geðheilbrigðisdags 10. október...
Umboðsmaður barna sendi á mánudaginn, 21. mars 2011, bréf til allra...

Könnunn

Er eineltisáćtlun ţíns skóla ađgengi-og sýnileg?
  • Nei