Póstlisti
Skráđu netfangiđ ţitt og fáđu tilkynningar sendar í tölvupósti
Nafn
Afskrá

Styrktaraðilar, Liðsmenn Jerico

Allra Átta vefsíðufyrirtæki styrkir þessa vefsíðu. www.8.is

Leit.is styrkir Liðsmenn Jerico. www.leit.is

Jómfrúin.is styrkir Liðsmenn Jerico. www.jomfruin.is

IOGT styrkir Liðsmenn Jerico. www.iogt.is

DalPay styrkir Liðsmenn Jerico. www.dalpay.com

Grunnskólinn Þelamörk.
(áheitahlaup)

Starfsmannfélag Kaupþings.
(við Hlemm)

Jakob Einar Jakobsson.
(hjólaði hringveginn)

Merkjalist.
(www.merkjalist.is)

Bústaðarkirkja.
(www.kirkja.is)

Ekkert er sárara en að horfa upp á barn þjást.

Einelti markar fólk fyrir lífstíð og getur í versta falli verið lífshættulegt.

Þetta segir Ingibjörg Helga Baldursdóttir, móðir ungs manns sem svipti sig lífi í lok síðasta mánaðar.

Sonur hennar hét Lárus Stefán Þráinsson og var aðeins 21 árs þegar hann lést. Ingibjörg fylgdi syni sínum til grafar 3. júlí síðastliðinn. Hún segir þau þrjú ár sem Lárus þurfti að sæta gegndarlausu einelti hafa markað hann fyrir lífstíð. Hún barðist fyrir son sinn frá því hann var lítill og ætlar að halda baráttu sinni áfram þótt hann sé fallinn frá.

„Eineltið hófst í 6. bekk í grunnskóla í Hafnarfirði. Það er samt þannig að þessar litlu óhörðnuðu sálir vilja ekkert gera sem gæti valdið foreldrunum áhyggjum. Þannig var það hjá Lárusi og þess vegna þagði hann yfir því hve illa honum leið í skólanum. Það var ekki fyrr en um ári síðar að bekkjarsystur sögðu foreldrum sínum frá hvernig komið væri fram við einn drengjanna í bekknum," segir Ingibjörg um upphaf baráttunnar.

Næstu tvö árin segist Ingibjörg hafa reynt hvað eftir annað að fá skólayfirvöld og foreldra gerendanna til að stöðva eineltið. Allt hafi þó komið fyrir ekki. Að lokum hafi hún fengið þau svör hjá skólayfirvöldum að ef eineltinu ætti að linna þyrfti Lárus að fara í annan skóla. Önnur leið væri ekki fær. Ingibjörg sótti því um fyrir hann í Tjarnarskóla í Reykjavík en sá skóli er einkarekinn.

„Hann náði sér samt aldrei aftur á strik. Svo brotinn var hann andlega eftir reynsluna í gamla bekknum," segir hún. Ingibjörg segir málefni barna sem verða fyrir einelti hafa orðið útundan síðustu árin og því þurfi að ýta við umræðunni á nýjan leik. Við útför Lárusar afþökkuðu aðstandendur hans blóm og kransa. Þess í stað bentu þau á minningarsjóð hjá Kaupþingi sem stofnaður hefur verið í nafni Lárusar og er ætlunin að nota féð sem á reikninginn safnast til að vinna gegn einelti.
Ingibjörg segir mikinn fjölda foreldra barna sem hafa sætt einelti hafa haft samband við sig vegna þessa og minnir á að það eru ekki aðeins börnin sem gráta sig í svefn á kvöldin heldur líka foreldrarnir.

Syni sínum verði ekki bjargað en lausn sé hægt að finna fyrir önnur börn og foreldra þeirra. „Það er ekki hægt að lýsa því með orðum hve sárt það er að horfa upp á barnið sitt þjást vegna eineltis. Ég vil gera það sem ég get til að hægt verði að hjálpa börnum og foreldrum þeirra úr þeirri stöðu sem ég og Lárus vorum í á sínum tíma með því að minna á mikilvægi þess að vinna gegn þessu," segir Ingibjörg.

karen@frettabladid.is

Minningarsjóður um Lárus

Reikningsnúmer 0305-13-303030
Kennitala 150462-7549

miđvikudagur 19 desember 12 2018
Nýjustu fréttir
http://www.kolbrunbaldurs.is/ Á þessari síðu getur þú og...
Í tilefni alþjóðlegs geðheilbrigðisdags 10. október...
Umboðsmaður barna sendi á mánudaginn, 21. mars 2011, bréf til allra...

Könnunn

Er eineltisáćtlun ţíns skóla ađgengi-og sýnileg?
  • Nei