Póstlisti
Skráđu netfangiđ ţitt og fáđu tilkynningar sendar í tölvupósti
Nafn
Afskrá

Styrktaraðilar, Liðsmenn Jerico

Allra Átta vefsíðufyrirtæki styrkir þessa vefsíðu. www.8.is

Leit.is styrkir Liðsmenn Jerico. www.leit.is

Jómfrúin.is styrkir Liðsmenn Jerico. www.jomfruin.is

IOGT styrkir Liðsmenn Jerico. www.iogt.is

DalPay styrkir Liðsmenn Jerico. www.dalpay.com

Grunnskólinn Þelamörk.
(áheitahlaup)

Starfsmannfélag Kaupþings.
(við Hlemm)

Jakob Einar Jakobsson.
(hjólaði hringveginn)

Merkjalist.
(www.merkjalist.is)

Bústaðarkirkja.
(www.kirkja.is)

Skóli án aðgreiningar og skóli fyrir alla er ekki það sama.

 

Skóli án aðgreiningar er oftast skilgreindur á Íslandi sem almennur skóli sem tekur við öllum nemendum í sínu skólahverfi og kemur til móts við námsþarfir þeirra í almennum bekkjardeildum á áhrifaríkan hátt.

Þetta á ekki við um framhaldsskóla þar eð þeir eru ekki lengur skilgreindir sem hverfisskólar. Skóli fyrir alla hefur það jafnframt að markmiði að stuðla að félagslegri blöndun nemenda og undirbúningi þeirra fyrir þátttöku í samfélaginu í fullu jafnræði.

 

Með nokkrum mikilsverðum undantekningum telja almennir grunnskólar sig ekki búna til að sinna slíku verkefni, hvorki að því er varðar menntun kennara, námsefni, húsnæðisaðstöðu eða mönnun.

Sumir vilja skilgreina skóla fyrir alla víðar og telja þar með almenna skóla sem leitast við að þróa úrræði fyrir alla nemendur, þar með taldar sérdeildir.

 

Að brúa bilið á milli hugsjónar og veruleika

Fræðsluyfirvöld í Reykjavík telja afar mikilvægt að styrkja innviði hvers skóla svo að hann verði fær um að sinna kennslu allra barna á skólaaldri í hverfinu. Þau stefna að því að hver kennari öðlist faglega færni og þekkingu til að sinna öllum nemendum með stuðningi frá ráðgjafarteymi, sérkennurum og öðrum sérfræðingum. Í þessum tilgangi ákvað Fræðsluráð Reykjavíkur að grípa til eftirfarandi ráðstafana:

 

Breyta úthlutun fjármagns til sérkennslu og veita auknu fjármagni til fatlaðra nemenda og nemenda með miklar sérkennsluþarfir.

 

Gera samning milli foreldra, skóla og Fræðslumiðstöðvar um þjónustu við fatlaða nemendur og nemendur með miklar sérkennsluþarfir sem skólar fá sérstaka úthlutun fyrir. 

Leggja áherslu á sveigjanlega kennsluhætti, m.a. samkennslu kennara.

Stofna sérkennsluver við alla grunnskóla.

Ráða umsjónarmann með sérkennslu í hverjum skóla.

Setja á fót ráðgjafarteymi fyrir kennara hvers skóla vegna nemenda með náms-og samskiptavanda.

Gefa nemendum í atferlis – og samskiptavanda kost á atferlisþjálfun.

Koma á símenntunarnámskeiðum fyrir kennara í sveigjanlegum kennsluháttum, atferlisgreiningu og gerð einstaklingsnámskrár. 

Hér má bæta við þörf fyrir fjölbreyttara námsefni, sem þróa má m.a. með tölvutækni, og nánara samstarf jafnt á milli kennara innbyrðis og á milli kennara og foreldra.  Hið síðastnefnda má líta á sem lykilatriði í því að ráða bót á hegðunarerfiðleikum nemenda.

 

Þorsteinn Sæberg skólastjóri í Árbæjarskóla gerði þjónustu við fötluð börn að umfjöllunarefni í ræðu sinni við skólaslit nú í vor. Þetta þótti tilefni til fréttar í Mogganum sem birtist mánudaginn 9. júní. 

Þar segir hann réttilega að margra mánaða bið sé á barna og unglingageðdeild og jafnvel marga mánaða bið á Greiningarstöðina. Á meðan bíða þessi börn eftir aðstoð og greiningu í sínum skólum.  En hvað gerist eftir greiningu?

Í mörgum tilfellum fá börn þá aðstoð og hjálp sem þau þurfa en í öðrum tilfellum ekki.  Skólinn er oft ekki í stakk búin til að vinna með þessum börnum.  Börn með miklar geðraskanir fá oft á tíðum ekki þá umgjörð sem þau þurfa því hin almenna kennara skortir þekkingu og tíma til að sinna þeim. Við höfum heyrt það undanfarin ár að greiningum hafi fjölgað og langir biðlistar hafi myndast. Í greininni segir hann ennfremur að hann sé mikill talsmaður skóla án aðgreiningar og fagnar þeirri stefnu mjög. Auðvitað gerir hann það.

Hvað skólastjóri gerir það ekki.  Þetta er stefna skólayfirvalda í Reykjavík og skólastjórar þurfa að vera talsmenn hennar. Stefnan er góð og vonandi geta allir sem koma að skólamálum í borginni verið sammála henni en því miður er ekki nóg að hafa góða stefnu ef ekki gengur vel að fylgja henni eftir. 

 

Til þess þarf meiri pening og meiri sérþekkingu.  Erfitt er að ráða þroskaþjálfa til starfa og sálfræðiþjónusta innan skólanna er allt of lítil.  Stuðningur við kennara sem er allir að vilja gerðir er of lítill til þess að sinna þessum nemendum svo vel sé. Af þessu skapast hægur bati og oft meiri einkenni en ella þannig að skólagangan getur verið gloppótt.  Þetta þarf að laga hið fyrsta svo öllum börnum líði vel í skólanum það er forsenda náms.

Já, það er nefnilega ekki alltaf það sama að vilja og að geta.

 

Á meðan okkur skortir menntaðan mannskap til að sinna þessum störfum, lögum við ekki vandann.

Á meðan við viljum ekki leggja mun meiri peninga í menntakerfið í heild, lögum við ekki vandann.

..og síðast en ekki síst, á meðan við skoðum ekki í alvöru hvernig við getum notað það fjármagn sem úr er að spila og þá þekkingu og úrræði sem við búum yfir, á sem hagkvæmastan og bestan hátt fyrir samfélagið, lögum við ekki vandann.

 

 

Skóli án aðgreiningar er hugtak sem hefur verið mér mjög hugleikið síðastliðin misseri og fróðlegt að sjá að sérstök rannsóknarstofa hafi verið stofnuð í kringum rannsóknir á framkvæmd þessarar stefnu í íslenskum skólum. Á heimasíðu Rannsóknarstofunnar kemur fram að:

Verkefni Rannsóknarstofu um skóla án aðgreiningar eru að efla rannsóknir og þróunarstarf á sviði skóla án aðgreiningar, miðla þekkingu, læra af vettvangi, veita ráðgjöf til skóla, stofnana og stefnumótenda, efla innlend og erlend tengsl og taka þátt í alþjóðlegri þekkingarsköpun. Enn fremur að hvetja háskólanemendur á framhaldsstigi og skapa þeim aðstöðu til að stunda rannsóknir og greiða fyrir því að skólakerfið njóti góðs af vönduðum nemendaverkefnum. Loks mun rannsóknarstofan standa fyrir málþingum og stuðla að útgáfu fræðilegs efnis.

 

Miðað við reynslu mína af skólakerfinu reikna ég með að rannsóknir muni fyrst og fremst beinast að börnum með sérþarfir þ.e. greiningar, fatlanir eða eins og stundum er sagt "erfið börn" . Ég vil hinsvegar benda á að einnig verði skoðuð áhrif framkvæmdar stefnunnar á hin börnin. Fræðikona segir að viðkvæmustu börnin þarfnist mestrar verndar. Það er hárrétt en því miður þá virðist í því samhengi einungis vera horft til þeirra barna sem eru "erfið".

Reynsla mín og svo ótal margra af skólakerfinu er sú að fórnarlömb þess hvernig "skóli án aðgreiningar" er í framkvæmd verða útundan.

 

Ég er að hugsa um dreng sem nú er á sínu þriðja ári í grunnskóla. Honum gengur mjög vel að læra, á góða vini og er sterkur félagslega, hvort sem er í skólanum eða íþróttum sem hann stundar. Hann lætur ekki hafa mikið fyrir sér og er ekki frekur á athygli kennarans.

Fljótlega eftir að skólaganga hans hófst fór að bera á þrálátum höfuðverk og síðar magaverk. Til að gera langa sögu stutta kom síðar í ljós að aðstæður í skólanum voru að valda honum miklum kvíða og vanlíðan.

Samkvæmt mati starfsfólks skólans er ekki um einelti að ræða og reyndar hefur það átt erfitt með að viðurkenna að yfirleitt sé eitthvað vandamál til staðar. Sem er e.t.v. skiljanlegt því að þau þurfa ekki að hlusta á drenginn gráta á kvöldin eða reyna að sannfæra foreldrana um að hann sé lasinn á morgnana til að þurfa ekki að mæta í skólann.

Hinsvegar hefur móðir hans setið með drengnum í skólanum nokkra daga í vetur og sl. vetur og hefur þá náð betur til skólastjórnenda þegar hún sér sjálf hvernig skólastarfið gengur fyrir sig.

 

En hvað er þá að hjá drengnum? Í mínum huga er gölluð framkvæmd á "skóla án aðgreiningar" um að kenna.

Drengurinn þarf að lifa við það að vera í bekk og í frímínútum með börnum sem eiga við verulega erfiðleika að stríða, börn sem eru ofbeldisfull, hömlulaus og óútreiknanleg. Ég hef fulla samúð með þessum börnum og veit að þau eiga erfitt í skólanum. Starfsfólk skólans reynir að hafa eftirlit með þessum börnum en það dugar ekki. Drengurinn er dauðhræddur við þessi börn og er "þægilegt" fórnarlamb þeirra m.a. vegna þess að hann vill ekki berja frá sér.

 

Skóli án aðgreiningar.

Hver er réttur drengsins í þessum aðstæðum? Hann virðist ekki vera mikill.

Réttur barnanna sem eiga við erfiðleika að stríða er hinsvegar mikill og foreldrar þeirra ráða m.a. til hvaða ráðstafana er gripið í skólanum svo sem hvort taka megi börn þeirra úr bekknum tímabundið.

Til hvaða ráða geta foreldrarnir gripið? Þau fæ þau svör frá skólanum að drengurinn þeirra sé viðkvæmur og því þurfi að styrkja hann. Gott og vel. Hann hefur farið til skólasálfræðings, hann er í karate til að læra að verja sig og venjast aðstæðum þar sem tekist er líkamlega á og þau hafa reynt að styrkja hann á allan hátt sem þeim dettur í hug.

En við vitum að hann er ekki einn um þessar tilfinningar þó svo að þær komi mjög sterkt fram hjá honum í líkamlegum óþægindum.

 

Skólinn á að vera griðastaður nemenda. Enginn kærir sig um að fara á stað þar sem hann er daglega brotinn niður og finnur hversu vanmáttugur hann er.

 

Ég vona að þú lesandi góður sjáir á þessari sögu að það er full ástæða til að skoða áhrif skóla án aðgreiningar á fleiri en "erfiðu börnin". Finna þarf leiðir til að láta þessa stefnu ganga upp, þannig að skólinn sé í raun staður þar sem börnum líður vel en óttast ekki.

 

Réttur "hinna" til að líða vel í skólanum er alveg jafn mikill.

 

 

 

miđvikudagur 19 desember 12 2018
Nýjustu fréttir
http://www.kolbrunbaldurs.is/ Á þessari síðu getur þú og...
Í tilefni alþjóðlegs geðheilbrigðisdags 10. október...
Umboðsmaður barna sendi á mánudaginn, 21. mars 2011, bréf til allra...

Könnunn

Er eineltisáćtlun ţíns skóla ađgengi-og sýnileg?
  • Nei