Póstlisti
Skráđu netfangiđ ţitt og fáđu tilkynningar sendar í tölvupósti
Nafn
Afskrá

Styrktaraðilar, Liðsmenn Jerico

Allra Átta vefsíðufyrirtæki styrkir þessa vefsíðu. www.8.is

Leit.is styrkir Liðsmenn Jerico. www.leit.is

Jómfrúin.is styrkir Liðsmenn Jerico. www.jomfruin.is

IOGT styrkir Liðsmenn Jerico. www.iogt.is

DalPay styrkir Liðsmenn Jerico. www.dalpay.com

Grunnskólinn Þelamörk.
(áheitahlaup)

Starfsmannfélag Kaupþings.
(við Hlemm)

Jakob Einar Jakobsson.
(hjólaði hringveginn)

Merkjalist.
(www.merkjalist.is)

Bústaðarkirkja.
(www.kirkja.is)


Jakob Einar Jakobsson hjólaði hringinn í kringum landið SAMTALS: 1374 km.

Með honum fór faðir hans Jakob akandi og passaði upp á hann. Ferðin hófst við Jómfrúna 31. ágúst og lauk við Jómfrúna 8. September 2009. Ferðalagið hafði hann áætlað að tæki hann um 9 daga.

Hann hefur lengi gengið með þann draum að hjóla hringinn í kringum landið. Í vor ákvað hann að láta verða af þessu, ásamt vini sínum. En í sumar hefur verið mikil óvissa varðandi þennan hjólatúr þar sem vinurinn hefur verið meiddur af og til, og þurfti í síðustu viku að blása túrinn af.

Jakob var að vonum vonsvikinn, en eftir miklar pælingar ákvað hann að drífa sig einsamall, en þó með fylgdarbíl. Þetta ákvað hann 26. ágúst. Hann fékk ábendingar um að það væri sniðugt að gera þetta í nafni samtaka og datt Liðsmenn Jerico strax í hug.

Feðgarnir fengu konunglegar móttökur í Mývatnssveit í Selinu Hótel Mývatnssveit hjá Ragnari Kristjánssyni og fjölskyldu.Á Hallormsstað, þar tóku Þráinn, þurý og Kristján Stefán á móti þeim með veislu og gistingu og á Hornafirði buðu heiðurshjónin og Liðsmennirnir Kristín Óladóttir og Ingólfur Einarsson eigendur Kaffihornsins þeim feðgum til veislu.

Þessi hugmynd Jakobs Einars er hreinasta snilld. Krafturinn og dugnaðurinn í honum snert fólk djúpt.
Hann bara getur ekki verið á betri tíma með áminningu um vakningu í eineltismálum, um alvarlegar afleiðingar eineltis og Liðsmenn Jerico en núna.

Jakob Einar og hans fjölskylda er að opna umræðuna á jákvæðan og hvetjandi hátt.

Nú hjólar Jakob Einar hraustur og hress og hjálpar okkur að snúa við blaðinu.
Einelti er ekki einkamál gerandans og þolandans – Það kemur okkur öllum við – Við berum öll ábyrgð.

Þúsund þakkir til hans og ykkar.

laugardagur 17 nóvember 11 2018
Nýjustu fréttir
http://www.kolbrunbaldurs.is/ Á þessari síðu getur þú og...
Í tilefni alþjóðlegs geðheilbrigðisdags 10. október...
Umboðsmaður barna sendi á mánudaginn, 21. mars 2011, bréf til allra...

Könnunn

Er eineltisáćtlun ţíns skóla ađgengi-og sýnileg?
  • Nei