Póstlisti
Skráđu netfangiđ ţitt og fáđu tilkynningar sendar í tölvupósti
Nafn
Afskrá

Styrktaraðilar, Liðsmenn Jerico

Allra Átta vefsíðufyrirtæki styrkir þessa vefsíðu. www.8.is

Leit.is styrkir Liðsmenn Jerico. www.leit.is

Jómfrúin.is styrkir Liðsmenn Jerico. www.jomfruin.is

IOGT styrkir Liðsmenn Jerico. www.iogt.is

DalPay styrkir Liðsmenn Jerico. www.dalpay.com

Grunnskólinn Þelamörk.
(áheitahlaup)

Starfsmannfélag Kaupþings.
(við Hlemm)

Jakob Einar Jakobsson.
(hjólaði hringveginn)

Merkjalist.
(www.merkjalist.is)

Bústaðarkirkja.
(www.kirkja.is)

Liðsmenn Jerico eru  ”Hagsmunasamtök foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda” 

Hlutverk okkar er að upplýsa, miðla og fræða fólk  um einelti.

 

Starf samtakanna frá ágúst 2008

Liðsmenn Jerico eru frjáls félagasamtök.  Markmið okkar er að vekja athygli á afleiðingum eineltis ásamt því að vera athvarf fyrir þolendur og aðstandendur þeirra. Við eru vettvangur ráðgjafar, vinnum að fræðslu og miðlum þekkingu um málefni tengdum einelti.

 

Með því að leggja áherslu á að opna umræðu í þjóðfélaginu um einelti og afleiðingar þess, höfum við orðið vör við heilmikla vitundarvakningu og umræðan um einelti er að breytast með hjálp hugsjónafólks sem lætur sig málið varða og er ekki sama um það ástand sem hefur fengið að viðgangast í þjóðfélaginu. Virk hagsmunasamtök sem þessi verða að vera til, að styrkja þolendur eineltis og aðstandendur þeirra.

Það á enginn að þurfa að standa einn í eineltisbaráttunni, í öllum þeim skelfilega sársauka, vanmáttar- og sektarkennd sem því fylgir. Við vissum að ástand eineltismála var slæmt en við hefði aldrei trúað því hvað beið okkar þegar við fór af stað í upphafi. Við hefðum aldrei trúað því að svo margt fólk væri eins illa farið andlega og líkamlega vegna afleiðinga eineltis sem það varð fyrir og raun hefur borið vitni.

 

 

Það varð fljótlega fullt starf hjá okkur og rúmlega það þegar við fórum af stað að sinna öllum þeim fjölda eineltismála sem bárust inn til okkar frá fólki sem var í vanda sjálft eða vegna vanda barna sinna.  Á sama tíma streymdi til okkar fólk úr öllum áttum sem vildi hjálpa og þann 6. Október 2008 stofnuðum við formlega Liðsmenn Jerico.  Fljótlega fóru félagar í samtökunum á námskeið hjá Jóhanni Thoroddsen sálfræðingi hjá RKÍ í áfallahjálp. 

  • Liðsmenn Jerico hafa síðan unnið í eineltismálum einstaklinga, veitt fræðslu, opnað upplýsingamiðstöð í formi heimasíðunnar jerico.is. Farið á fundi ráðuneyta, annarra félaga og stofnana til að reyna að ná fram breytingum í þjóðfélaginu, eineltisþolendum og aðstandendum þeirra til hjálpar. Farið í skóla með fyrirlestra fyrir nemendur, starfsfólk og foreldra. Skrifað greinar – veitt viðtöl – tekið þátt í geðræktarverkefnum eins og Alþjóðlega geðverndardeginum og fl. Liðsmenn Jerico eru skipaðir áhugafólki og er hver og einn að vinna á sínum vettvangi.
  • Við höfum tekið þátt í að aðstoða önnur hjálparsamtök við að auka stuðning við eineltisþolendur t.d. RKÍ með Vinanet.is.  Liðsmenn Jerico hafa líka setið allar ráðstefnur og málþing sem geta gagnast málstað okkar, safnað að okkur upplýsingum til að vinna með öllum til stuðnings. Erum búin að finna okkur erlend samtök til að styðja okkur við, fengum fyrirlesara frá Írlandi í lok janúar 2010 og buðum upp á fróðleik þeirra í Reykjavík, á Akureyrir og á Reyðarfirði um einelti í skólum, vinnustöðum og heimilum og um sjálfsvíg og sjálfsvígsforvarnir.
  • Liðsmenn Jerico halda úti stuðningshóp fyrir foreldra eineltisbarna.
  • Haldið Kærleiksmessu í Bústaðarkirkju.
  • Friðar- og sáttarmessu í Bústaðarkirkju.
  •  Farið í skóla með fyrirlestra fyrir nemendur, starfsfólk og foreldra  og haft aðhald og eftirlit með skólum. Við höfum beitt okkur fyrir því að fylgst sé með hvort skólar fari að lögum og séu með virkar eineltis-og viðbragðs-áætlanir og teymi innan skólanna sem vinni með þær og þau eineltismál sem berast til þeirra. Við viljum sjá að í allri uppeldismenntun sé eineltiskennsla/fræðsla í grunnnámi skylduáfangi.
  • Beitt okkur fyrir að barnaverndarnefndir um allt land fái verkfæri til að vinna með gerendur í eineltismálum og fjölskyldur þeirra, að Barnaverndarnefndir fái tilkynningar um gerendur og fjölskyldur þeirra til að vinna með þegar þörf er á. Gerendurnir eru vandamálið og það þarf að hjálpa þeim að vinna á sínum vanda.
  • Við kynntum hugmynd 16.06.09 um sérsveit/fagteymi á fundi hjá Menntamálaráðuneyti með fleiri ráðuneytum, stofnunum, samtökum og félögum allsstaðar að úr íslensku samfélagi. Fagteymi sem verður að hafa fullt sjálfstæði í vinnubrögðum og með hvaða hætti það velur að vinna í málum enda sérhvert mál sérstakt og útheimtir þar af leiðandi mismunandi útfærslur. Þá erum við að tala um aðstoð fyrir alla þolendur og gerendur eineltis, sem allir hafi aðgang að á landsvísu. (Sjá nánar inni á jerico.is)  Sérsveitarhugmyndina er verið að vinna með í teymi hjá Heilbrigðiráðuneyti og fleiri stofnanir og ráðuneyti koma þar að.  Þetta teljum við stuðla að forvörn.
  • Fullorðnir þolendur eineltisofbeldis þurfa sterkari rödd og eiga sér fáa málsvara. Það er enginn sem tekur að sér einstakt mál sem berst til þeirra stofnana sem fólki er þó bent á að snúa sér til.

·         Hófum samstarf í formi fyrirlestra með Lionsklúbbnum Úlfari til að fylgja eftir kynningum á mynd um einelti, Kötlu gömlu en þá mynd er búið að gefa út á diski og hana á að gefa í alla grunnskóla á landinu. Í framhaldi af þeirri samvinnu framleiddur annar diskur "Afleiðingar eineltis" um sögu Lárusar Stefáns – Saga Ingibjargar. Myndin var gefin í alla grunnskóla á landinu sumarið 2010.

 

Í dag erum við 8 ráðgjafar tilbúnir að hjálpa, 7 útskrifaðir frá Ráðgjafarskóla Íslands sem hafa reynslu af einelti á eigin skinni eða barnanna sinna og sinna starfi í dag. Auk fjölda annarra fagaðila sem að starfinu koma. Við bjóðum upp á símaviðtöl.

Öflugari fræðsla og meiri upplýsingar um skelfilegar afleiðingar eru besta forvörnin í baráttunni gegn einelti og með ykkar hjálp þá kemur þetta.  Það er hægt að koma í veg fyrir fleiri harmleiki með bættum aðgerðum í eineltisvinnu, aukinni fræðslu og upplýsingum til fólks. Samstarf við ykkur er þáttur í því. 

 

laugardagur 17 nóvember 11 2018
Nýjustu fréttir
http://www.kolbrunbaldurs.is/ Á þessari síðu getur þú og...
Í tilefni alþjóðlegs geðheilbrigðisdags 10. október...
Umboðsmaður barna sendi á mánudaginn, 21. mars 2011, bréf til allra...

Könnunn

Er eineltisáćtlun ţíns skóla ađgengi-og sýnileg?
  • Nei