Póstlisti
Skráđu netfangiđ ţitt og fáđu tilkynningar sendar í tölvupósti
Nafn
Afskrá

Styrktaraðilar, Liðsmenn Jerico

Allra Átta vefsíðufyrirtæki styrkir þessa vefsíðu. www.8.is

Leit.is styrkir Liðsmenn Jerico. www.leit.is

Jómfrúin.is styrkir Liðsmenn Jerico. www.jomfruin.is

IOGT styrkir Liðsmenn Jerico. www.iogt.is

DalPay styrkir Liðsmenn Jerico. www.dalpay.com

Grunnskólinn Þelamörk.
(áheitahlaup)

Starfsmannfélag Kaupþings.
(við Hlemm)

Jakob Einar Jakobsson.
(hjólaði hringveginn)

Merkjalist.
(www.merkjalist.is)

Bústaðarkirkja.
(www.kirkja.is)

Starf Liðsmanna Jerico

Við höfum orðið vör við vitundarvakningu í þjóðfélaginu og umræðan um einelti er að breytast. Við getum öll breytt einhverju hjá okkur og hjá fólkinu í kring um okkur til að láta öðrum líða betur og við verðum að gera það.

Það starf sem hefur verið unnið til þessa í eineltismálum er unnið af hugsjón fólks sem lætur sig málið varða og er ekki sama um það ástand sem hefur fengið að viðgangast í þjóðfélaginu.

Heimili og skóli og Saft verkefnið hafa nú gefið út glæsilegan, upplýsandi eineltisbækling fyrir foreldra sem heitir Ráð til foreldra. Með afhendingu fyrstu eintakanna í Austurbæjarskóla 27. Október hófu þau átak í eineltismálum skólaárið 2009 – 2010 undir yfirskriftinni Stoppum einelti strax. Starfsfólk Heimilis og skóla og Saft eiga heiður skilið fyrir útgáfu bæklingsins og allt það starf til eineltismála sem þau hafið lagt af mörkum í gegnum árin og það sem er framundan.

Það varð fljótlega fullt starf hjá okkur og rúmlega það þegar við fórum af stað fyrir um 16 mánuðum síðan að sinna öllum þeim fjölda eineltismála sem bárust inn til okkar frá fólki sem var í vanda sjálft eða vegna vanda barna sinna.

Á sama tíma streymdi til okkar fólk úr öllum áttum sem vildi hjálpa og þann 6. Október 2008 stofnuðum við formlega Liðsmenn Jerico og höfum síðan unnið í eineltismálum einstaklinga, veitt fræðslu, opnað upplýsingamiðstöð í formi heimasíðunnar jerico.is.

Farið á fundi ráðuneyta, annarra félaga og stofnana til að reyna að ná fram breytingum í þjóðfélaginu, eineltisþolendum og aðstandendum þeirra til hjálpar. Það er full þörf á úrræðum og verkfærum til að nota fyrir gerendur og þeirra aðstandendur í eineltismálum sem komin eru í strand. Í dag er þetta mikilvæga atriði veikasti hlekkurinn í öllu þessu ferli.

Við viljum sjá að í allri uppeldismenntun sé eineltiskennsla/fræðsla í grunnnámi skylduáfangi.

Barnaverndarnefndir um allt land fái verkfæri til að vinna með gerendur í eineltismálum og fjölskyldur þeirra, að Barnaverndarnefndir fái tilkynningar um gerendur og fjölskyldur þeirra til að vinna með þegar þörf er á.

Gerendurnir eru vandamálið og það þarf að hjálpa þeim að vinna á sínum vanda.

Kynnt var hugmynd 16.06.09 að sérsveit/fagteymi á fundi hjá menntamálaráðuneyti með ráðuneytum, stofnunum, samtökum og félögum allsstaðar að úr íslensku samfélagi.

Fagteymi sem verður að hafa fullt sjálfstæði í vinnubrögðum og með hvaða hætti það velur að vinna í málum enda sérhvert mál sérstakt og útheimtir þar af leiðandi mismunandi útfærslur. Þá erum við að tala um aðstoð fyrir alla þolendur eineltis, sem allir hafi aðgang að geti leitað eftir, á landsvísu. (Sjá nánar inni á jerico.is)

Þetta teljum við stuðla að forvörn.

Fullorðnir þolendur eineltisofbeldis eiga sér engan málsvara. Það er enginn sem tekur að sér einstakt mál sem berst til þeirra stofnana sem fólki er þó bent á að snúa sér með úrlausn.

Það batnar ekki þegar þolandi telur í sig kjark til að tilkynna einelti sem hann verður fyrir og fær það svart á hvítu fyrir framan sig að úrlausnaraðilinn sem hann er sendur til kemur til með að taka líka að sér að verja gerandann.

Er hægt að niðurlægja fólk eitthvað frekar? Já með því að sannfæra þolendurna um að þeir eigi ekki möguleika á að vinna málið til þess sé sönnunarbirgði þeirra of mikil.

Við erum til staðar og styðjum við bakið á þolendum eineltis dag hvern. Erum í dag komin með aðstöðu í Brautarholti 4a hjá IOGT undir sama þaki og Fræðsla og forvarnir, Ráðgjafar- og Forvarnaskóli Íslands og hjá okkar eru 8 ráðgjafar, 7 útskrifaðir frá Ráðgjafarskóla Íslands sem hafa reynslu af einelti á eigin skinni eða barnanna sinna og sinna starfi í dag. Auk fjölda annarra fagaðila sem að starfinu koma.

Virk hagsmunasamtök sem þessi verða að vera til, að styrkja þolendur eineltis og aðstandendur þeirra.

Það á enginn að þurfa að standa einn í eineltisbaráttunni, í öllum þeim skelfilega sársauka, vanmáttar- og sektarkennd sem því fylgir.

Við vissum að ástand eineltismála var slæmt en við hefði aldrei trúað því hvað beið okkar þegar við fór af stað í upphafi.

Við hefðum aldrei trúað því að svo margt fólk væri eins illa farið andlega og líkamlega vegna afleiðinga eineltis sem það varð fyrir og raun hefur borið vitni.

Að svo margir einstaklingar hafi tekið líf sitt eða verið jafn nálægt því að gera það, vegna þess að þeir sáu enga aðra leið út úr sínum stöðuga, nagandi sársauka. Einangraðir í skömm.

Fólk sem gat engum treyst og fannst það einskis virði vegna þess að það var búið að bregðast því of oft. Það særir okkur meira en orð fá lýst.

Við erum minnt á það dag hvern hvernig sálarmorð eru framin í skjóli afneitunar. Ekkert barn eða fullorðin manneskja á að þurfa að þola sársauka sem hægt er að komast hjá að þola. Sársauki breytir fólki.

Öflugari fræðsla og meiri upplýsingar um skelfilegar afleiðingar eru besta forvörnin í baráttunni gegn einelti og með ykkar hjálp þá kemur þetta.

Við getum ekki hugsað okkur að fólk þurfi að upplifa þá sálarkvöl sem uppgjöf barns eða ástvinar er.

Það er hægt að koma í veg fyrir fleiri harmleiki með bættum aðgerðum í eineltisvinnu, aukinni fræðslu og upplýsingum til fólks, þessi stund er þáttur í því.

Liðsmenn Jerico eru frjáls félagasamtök.

Markmið okkar er að vekja athygli á afleiðingum eineltis ásamt því að vera athvarf fyrir þolendur og aðstandendur þeirra.

Við eru vettvangur ráðgjafar, vinnum að fræðslu og miðlum þekkingu um málefni tengdum einelti.

Liðsmenn Jerico hafa blásið til leiks í meistaradeildarkeppninni gegn einelti. Keppendur í deildinni eru þjóðin sjálf.

Ég ætla að láta það vera mín lokaorð til ykkar hér í dag að minnast á mikilvægi þess að tala og að láta vita, foreldrar hlustið á börnin ykkar með eyrum og augum.

Að upplýsa ykkur um að okkar versti óvinur er þögnin og afskiptaleysið og um leið að benda jafnframt á að þeir sem hafa völdin og ráðin til að gera breytingar þurfa að gera meira en bara tala, þeir þurfa að láta verkin tala.

Það er engin rómantískur blær í eineltissögum. Ekki einu sinni í þeim sem enda vel. Þær eru hins vegar baðaðar í óbærilegum sársauka.

Hér er verið að vinna mikilvægt starf, þetta átak skipti sköpum. Þið sem leggið baráttunni lið eruð einstök... þögnin er óvinurinn en saman getum við upprætt einelti með því að taka höndum saman, tala saman og vera saman.

 

Boðið er upp á símaviðtöl og bókuð viðtöl á stofu; 


Bergljót Snorradóttir ráðgjafi, nemi í Forvarnaskóla Íslands. Móðir þolenda. Útskrifuð frá Ráðgjafarskóla Íslands vetur 2008

Sími: 820-9408    begga.lidsmennjerico@gmail.com

 

 

Albert Valur Albertsson ráðgjafi. Útskrifaður frá Ráðgjafarskóla Íslands vetur 2008

Sími: 825:3160    albertv.lidsmennjerico@gmail.com

 

 

Dagný Baldursdóttir ráðgjafi, BA próf í félagsráðgjöf. Aðstandandi þolanda. Útskrifuð frá Ráðgjafarskóla Íslands vor 2009

Sími: 861-5823   dagnybald@gmail.com

 

 

Ingibjörg Helga Baldursdóttir grunnskólakennari. Móðir þolanda. Útskrifuð frá Ráðgjafarskóla Íslands vor 2009, formaður Liðsmanna Jerico.

Sími: 867-9259    lidsmennjerico@gmail.com

 

 

Elísabet Sóley Stefánsdóttir ráðgjafi, MA nemi í áhættuhegðun, forvörnum og lífsýn. Tómstunda- og félagsmálafræðingur. Þolandi. Útskrifuð frá Ráðgjafarskóla Íslands vor 2009

Sími: 772-4474 elisabet.lidsmennjerico@gmail.com

Umsjónarmaður sjálfsstyrkinga-námskeiðs fyrir börn og ungmenni.

TST, stendur fyrir tómstundir, sjálfsstyrking og tónlist.

 

Markmið TST er að efla sjálfstraust barna og ungmenna. Byggja upp sterka forvörn fyrir framtíðina.

 

Leiðarljós TST

• Við virðum stundvísi

• Við virðum hvort annað og sýnum góða framkomu

• Við reykjum ekki né neitum annarra vímuefna

• Við erum snyrtileg til fara

• Við tökum virkan þátt

Með hugmynd okkar er áherslan lögð á að mæta einstaklingnum þar sem hann er og vinna út frá því í átt að betri lífsstefnu.

 

 

Rakel Rán Sigurbjörnsdóttir, starfsmaður á dagdeild átraskana (LSH) og meistaranemi í fjölskyldumeðferð.  Útskrifuð frá Ráðgjafarskóla Íslands vor 2009. Margir af okkar skjólstæðingum á dagdeildinni hafa orðið fyrir einelti. Afleiðingar eineltis má m.a. sjá í lágu sjálfsmati og slakri líkamsímynd. Þar vil ég hjálpa sem og í fjölskylduvinnunni, þar sem ég hef mikinn áhuga og er að sérhæfa mig.

Sími: 661 0859    rakelran@hotmail.com 

 

 

Elvar Bragason ráðgjafi. Þolandi. Útskrifaður frá Ráðgjafarskóla Íslands vetur 2008

Sími: 771-4474 elvar.lidsmennjerico@gmail.com -  http://www.lifanafengis.is

Rekur Líf án áfengis, Fræðslumiðstöð. Digranesvegur 12 Kópavogi. Opin virka daga frá kl 9.00-13.00

Sjálfsskoðun með aðstoð ráðgjafa í hópvinnu og verkefnavinna þar sem stuðst er við 12 spor AA samtakanna.

Fræðsla og hugleiðsla í boði, gott fyrir nýliða jafnt sem lengra komna.

Tían, sjálfsstyrking og stuðningshópur á vegum Líf án áfengis fræðslumiðstöðvar: Hópvinna, fræðsla, sögufundir, einkaviðtöl, lestur og verkefni stuðst við 12 spora prógram.

 

 

Jónas Helgi Eyjólfsson ráðgjafi. Sími: 899-3446   jonaseyjolfs@simnet.is    http://www.stodogstyrking.com

 

laugardagur 17 nóvember 11 2018
Nýjustu fréttir
http://www.kolbrunbaldurs.is/ Á þessari síðu getur þú og...
Í tilefni alþjóðlegs geðheilbrigðisdags 10. október...
Umboðsmaður barna sendi á mánudaginn, 21. mars 2011, bréf til allra...

Könnunn

Er eineltisáćtlun ţíns skóla ađgengi-og sýnileg?
  • Nei