Póstlisti
Skráđu netfangiđ ţitt og fáđu tilkynningar sendar í tölvupósti
Nafn
Afskrá

Styrktaraðilar, Liðsmenn Jerico

Allra Átta vefsíðufyrirtæki styrkir þessa vefsíðu. www.8.is

Leit.is styrkir Liðsmenn Jerico. www.leit.is

Jómfrúin.is styrkir Liðsmenn Jerico. www.jomfruin.is

IOGT styrkir Liðsmenn Jerico. www.iogt.is

DalPay styrkir Liðsmenn Jerico. www.dalpay.com

Grunnskólinn Þelamörk.
(áheitahlaup)

Starfsmannfélag Kaupþings.
(við Hlemm)

Jakob Einar Jakobsson.
(hjólaði hringveginn)

Merkjalist.
(www.merkjalist.is)

Bústaðarkirkja.
(www.kirkja.is)

Hvernig viltu láta minnast þín?

Ég vona að ljós kvikni sem víðast þegar þú gerir þér grein fyrir hversu sterkt afl þú hefur til að breyta hlutunum. Hvort sem þú ert gerandi, þolandi eða áhorfandi. Vertu vinur. Gerendur eru líklegri til að velja sér frekar fórnalömb sem standa ein. Vinir og vinnufélagar gefa fórnalömbunum oft sjálfstraust og stuðning til að verja sig og bregðast við með því að tala um hlutina og láta vita. Að bregðast við ofbeldi með ofbeldi er ekki rétta leiðin.

Áhorfandi eineltis eða „böggs" eins og margir krakkarnir og unglingarnir segja, gæti hugsað sem svo að á meðan hann taki ekki þátt í að leggja aðra í einelti eða „bögga", þá sé hann ekki að meiða neinn. Það er ekki alls kostar rétt. Gerendur elska að hafa áhorfendur og með því að horfa þegjandi á fullnægir áhorfandinn óútskýrðri en veigamikilli hvöt gerandans og hann styrkist.

Sem áhorfandi hefur þú valdið til að stöðva það sem er að gerast í skjóli þagnarinnar. Sem hópur getum við sameinað krafta okkar, með því að upplýsa fólk betur um það hvað er falið á bak við stríðni, leiðbeina þeim sem þurfa leiðsögn í mannlegum samskiptum og fræða fólk um afleiðingar.

Árásir á fólk eins og t.d. líkamlegt ofbeldi, andlegt ofbeldi og kynferðislegt ofbeldi eru litnar alvarlegum augum í þjóðfélaginu. Teljast glæpur sem fólk hlýtur dóm fyrir ef sekt þess er sönnuð. Því er erfitt að skilja hvernig eineltisofbeldi hefur fengið að þrífast án dóms og laga þó að löngu sé sannað hversu alvarlegar afleiðingar það hefur á þolendur, gerendur og aðstandendur þeirra, á heilu fjölskyldurnar.

Tilveruréttur einstaklings er svívirtur, aðstandendur og fullorðið fólk leitar réttar síns og gengur á veggi. Þegar fólk er að brotna undan álaginu sem fylgir sorginni, ráðaleysinu og höfnuninni og þarf virkilega á því að halda að heyra uppörvandi og styrkjandi orð. Þá vísar hver á annan. Enn þann dag í dag er það svo að eineltisofbeldismál falla hvergi undir embætti eða stofnanir.

Þegar fólk er orðið ráðþrota eftir að hafa reynt að leysa erfið eineltismál, með þeim leiðum sem eru í boði og hvatt er til að fara. Án þess að vandann takist að leysa og grípa þurfi til annarra ráða. Þá kemst fólk að því að það er engin málsvari í öllu þjóðfélaginu sem tekur að sér eitt einstakt mál, merkt einelti eða eineltisofbeldi. Ekki barnaverndarsamtök, ekki Vinnueftirlitið - engin. Samt eru til lög og reglugerðir varðandi skóla og vinnustaði.

Það er hörkuvinna sem þarf að fara af stað strax þegar einelti uppgötvast. Í þá vinnu þarf dugnað og góða samvinnu allra einstaklinga sem að málinu koma. En tilfinningin sem fylgir því að ná að uppræta einelti er dásamleg. Hana þekki ég jafnvel og tilfinninguna þegar það tekst ekki. Það er gleðiefni að fá fréttir og pósta frá starfsmönnum skóla og fyrirtækja sem eru að láta vita af eineltisforvarnarvinnu og uppstokkun sem er að fara í gang í eineltismálum og forvörnum. Þetta segir okkur að það er vitundarvakning í þjóðfélaginu og að það er fullt af fólki sem að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að snúa við blaðinu. Það vill enginn vera bestur í eineltisfeluleik, verðlaunin eru ömurleg.

Mat á einelti sem upp kemur á ekki að vera geðþóttamat hverju sinni, á hverjum stað en fær því miður að vera þannig of víða. Það er ekki fylgist með því af alvöru hvort verið sé að fara eftir lögum, reglum og reglugerðum. Meðan hlutirnir fá að vera svona af hálfu stjórnvalda og í samfélaginu óáreitt, þrífst víða eineltisofbeldi og virðingarleysi gagnvart þolendum.

Það vill engin að einelti þrífist hjá sér, á sínum stað og það vill engin láta minnast sín sem ábyrgðar- og getulauss stjórnanda í afneitun sem brást þegar á þurfti að halda. Hugrekki er að bregðast við og láta verkin tala. Hvort sem einstaklingi er ítrekað hrint, ýtt, hann hæddur, spottaður, hræddur, útilokaður, uppnefndur, hótað, niðurníddur eða hann úthrópaður í netheimunum veldur sá mikli sársauki meiri skaða en blóðnasir. Sársaukinn getur varað allt lífið og er gjörólíkur þeim sársauka sem fylgir því að fá blóðnasir.

Þöglum áhorfendum eineltisofbeldis líður eðlilega ekki vel yfir því sem þeir verða vitni að. Þeir vita að þetta er rangt og illa gert en þeir vilja ekki vera í sporum fórnarlambsins. Neikvæð hegðun sem fær óáreitt að þrífast t.d. á skólalóðinni, á vinnustaðnum eða heima og skilaboðin sem við fáum um leið, valda öllum óöryggi. Þögnin og afneitunin eru góðar leiðir til að umbera neikvæða og skaðlega hegðun og ýta undir goðsagnarkenndar hugmyndir fólks um „stríðni".

Það er ekki erfitt að setja sig í spor einstaklings á vinnustað sem gerir allt það sem hann á að gera eins vel og til er ætlast en fær bara skít og skammir fyrir. Einhver eða einhverjir segir hann ekki gera verkin nógu vel, nógu hratt, ekki rétt, tala vitlaust, standa vitlaust, lykta vitlaust og hugsa vitlaust og svo er hlegið að honum, gert „grín", logið upp á hann og/eða hann baktalaður. Einstaklingur í þessari stöðu elur oftast þá veiku von í brjósti um að hægt sé að stoppa þessa martröð eða laga öðru vísi en að þurfa að skipta um vinnustað. Ef eigandi fyrirtækisins sem hann vinnur hjá, yfirmaður eða starfsmannastjóri fylgist vel með líðan starfsfólksins, hafi metnað fyrir því að starfsandinn á vinnustaðnum sé í lagi, beri umhyggju fyrir starfsfólki sínu og sýni því skilning og áhuga aukast líkurnar verulega. En ef að eigandinn, yfirmaðurinn eða starfsmannastjórinn tekur þátt í „gríninu" og hlær með gerendunum þá er voðinn vís.

Hvað er það sem gerist þegar tuttugu barna bekkur stendur allur saman og hlær að bekkjarfélaga sínum sem búið er að kefla á höndum og fótum og hengja upp í nokkurra metra hæð utan á steyptan vegg við skólann. Pissblautan bekkjarfélaga sem grætur og skelfur af hræðslu. Hvernig er hægt að útskýra ánægjuna af því að horfa á félaga sinn auðmýktan.

Hvaða hneigðir hefur sá nemandi í bekknum sem er áhrifa mestur? Hver ákveður hver fær að vera með og hver ekki, hvað er gert og hvað ekki? Hve langt fær „stríðnin" að ganga? Hve mikla umhyggju bera nemendur, foreldrar og þeir sem stjórna fyrir nærsamfélaginu? Afskiptaleysið er verst og áhrifanna gætir alls staðar.

Fleiri stúlkur en drengir verða fyrir kynferðislegu áreiti. Kynferðislegt áreiti gagnvart stúlkum hefur síðan líka áhrif á drengi. Drengirnir verða fyrir neikvæðum áhrifum af sínu nánasta umhverfi vegna þess sem þar fær að viðgangast. Unga fólkinu í dag, er hægt að kaffæra í myndum, söngtextum og tölvuleikjum þar sem dregin er upp neikvæð mynd um kynferði. Myndir og þættir um samskipti, sambönd, vináttubönd sem skortir algjörlega heilbrigð mörk og gagnkvæma virðingu.

Besta forvörnin, fræðslan í hverju sem hún er fólgin á ætíð að byrja heima. Í samtölum þar sem gagnkvæm virðing og traust á að vera til staðar, þar sem allir eiga að geta verið öruggir. Það er heima hjá okkur foreldrunum/uppalendunum, þar sem mannleg samskipti lærast. Við erum fyrirmyndir barnanna.

Bjartari framtíð fyrir alla. Það vill enginn vera bestur í eineltisfeluleik, verðlaunin eru ömurleg.

Hvernig viltu láta minnast þín?

miđvikudagur 19 desember 12 2018
Nýjustu fréttir
http://www.kolbrunbaldurs.is/ Á þessari síðu getur þú og...
Í tilefni alþjóðlegs geðheilbrigðisdags 10. október...
Umboðsmaður barna sendi á mánudaginn, 21. mars 2011, bréf til allra...

Könnunn

Er eineltisáćtlun ţíns skóla ađgengi-og sýnileg?
  • Nei