Póstlisti
Skráđu netfangiđ ţitt og fáđu tilkynningar sendar í tölvupósti
Nafn
Afskrá

Styrktaraðilar, Liðsmenn Jerico

Allra Átta vefsíðufyrirtæki styrkir þessa vefsíðu. www.8.is

Leit.is styrkir Liðsmenn Jerico. www.leit.is

Jómfrúin.is styrkir Liðsmenn Jerico. www.jomfruin.is

IOGT styrkir Liðsmenn Jerico. www.iogt.is

DalPay styrkir Liðsmenn Jerico. www.dalpay.com

Grunnskólinn Þelamörk.
(áheitahlaup)

Starfsmannfélag Kaupþings.
(við Hlemm)

Jakob Einar Jakobsson.
(hjólaði hringveginn)

Merkjalist.
(www.merkjalist.is)

Bústaðarkirkja.
(www.kirkja.is)

Einelti á vinnustöðum - Hvað er til ráða?

  

Talað er um einelti þegar einn eða fleiri einstaklingar sýna öðrum einstaklingi eða einstaklingum, reglubundið og yfir langt tímabil, neikvæða framkomu sem hann eða hann/þeir eiga erfitt með að verjast. Þá er um að ræða hegðun sem veldur þolanda reiði, ótta og almennri vanlíðan.

Ekki er átt við ágreining eða árekstra, sem annað slagið kunna að rísa milli stjórnanda og starfsmanna eða milli tveggja eða fleiri samstarfsfélaga.

 

Hvers konar athafnir eða atferli?

 

Athafnir sem varða starf þolandans og möguleika hans á að njóta sín og/eða standa sig í starfi.

Verkefnum hlaðið á starfsmann.

Starfsmanni ítrekað úthlutuð tilgangslaus verkefni.

Starfs-/verkefnatengdum upplýsingum haldið leyndum.

Starfsmaður hafður undir stöðugu eftirliti - Leitað eftir mistökum hjá

starfsmanni og mikið gert úr þeim þegar þau finnast.

Grafið undan frammi-stöðu og/eða faglegri hæfni starfsmanns.

 

Félagsleg einangrun

Starfsmaður markvisst sniðgenginn / útilokaður frá starfshópnum. Samstarfsfélagar heilsa ekki viðkomandi, tala ekki við hann/hana, setjast ekki hjá honum/henni o.s.frv.

 

Fleiri birtingarform eineltis:

Faglegar eða persónulegar svívirðingar

Niðrandi athugasemdir eða aðdróttanir

Endurteknar skammir eða hótanir.

Slúður/baktal

Endurtekin stríðni

 

Áhrif eineltis á einstaklinginn:

Álag og streita – Kvíði - Reiði, ótti og öryggisleysi - Dvínandi sjálfstraust – Sektarkennd – Vanmetakennd - Tortryggni og félagsleg - einangrun

Þolendur kenna sjálfum sér um það hvernig fyrir þeim er komið.

 

Áhrif á frammistöðu:

Óöryggi og skortur á frumkvæði - Dvínandi starfsgeta – Áhugaleysi - Skortur á vinnugleði og nýsköpun

 

Áhrif eineltis á vinnustaðinn:

Slæmur starfsandi - Dvínandi hollusta við vinnustað - Verri afköst – Fjarvistir – Uppsagnir - Ath. einnig:

Neikvæða umræðu um vinnustað, t.d. í fjölmiðlum.

Afleiðing: Neikvæð ímynd

 

 

Aðgerðir gegn einelti - Mikilvægar áherslur:

 

Mótun og innleiðing stefnu gegn einelti.

Gerð viðbragðsáætlunar (aðgerðaáætlunar) – Verkferill settur upp (t.d. í flæðiriti) og nýttur við greiningu og úrlausn mála.

Fræðsla fyrir stjórnendur og starfsmenn. – Um eineltishugtakið, birtingarform, stefnu og ferla vinnustaðar o.fl.

 

Þjálfun – Til handa stjórnendum og vinnuverndarfulltrúum. – Þjálfunarþættir:

Að greina einelti á vinnustað. Að bregðast við einelti.

 

Stefna gegn einelti getur ýmist:

Staðið ein og sér.

Verið felld inn í starfsmannastefnu eða jafnréttisstefnu vinnustaðar.

Kjarninn í stefnu: Stefnuyfirlýsing.

Setning eða málsgrein sem lýsir afstöðu vinnustaðar/ stofnunar til eineltis.

 

Við álítum einelti óviðunandi á okkar vinnustað. Við viljum vera

virk í því að hindra einelti og grípa inn í ef einelti á sér stað. Við

munum taka kvörtunum vegna eineltis alvarlega. Við munum

rannsaka þær vandlega, fylgja þeim eftir og gera nauðsynlegar

ráðstafanir.

 

Stefna: Skapar forsendur fyrir aðgerðir gegn einelti og nýtist einnig í forvarnastarfi.

 

Verklagsreglur vinnustaðar.

Tilgangur slíkra reglna - Að tryggja að:

Starfsmenn viti hvert þeir geti leitað, verði þeir fyrir einelti

eða séu þeir vitni að einelti.

Starfsmenn viti hvernig tekið er á málum – hvaða úrræði

koma til greina.

Aðgerðum sé fylgt eftir.

Allt af ofangreindu eykur líkur á því að þolendur leiti sér hjálpar

og/eða vitni tilkynni einelti, sem oft er forsenda þess að tekið sé á

málum.

 

Reglur sem nýttar eru við greiningu og úrlausn mála.

Viðbragðsáætlun vinnustaðar

 

Mögulegir stuðningsaðilar:

Yfirmenn

Öryggistrúnaðarmenn

Félagslegir trúnaðarmenn

Forstöðumaður starfsmannamála

 

Greining Inngrip Eftirfylgni

Viðbragðsáætlun vinnustaðar

Sé staðfestur grunur á einelti, möguleg úrræði:

Óformlegt inngrip / Formlegt inngrip

 

Óformlegt inngrip

Tilraun gerð til að leysa mál innan stofnunar.

Forstöðumenn og yfirmenn deilda gegna hér lykilhlutverki.

Dæmi um aðstæður;

Yfirmanni berst tilkynning eða ábending um einelti.

– Staða sem kallar á skjót viðbrögð yfirmannsins.

Viðbrögð:

Samtöl við meintan þolanda og geranda

Yfirmaður kynnir sér málið – frá sjónarhorni þolanda og geranda.

Leitar eftir tillögum frá báðum aðilum um úrlausn.

Í framhaldi: Leggur línurnar með breytingar, þ.m.t. breytta hegðun geranda.

– Fylgist með árangri.

 

Formlegt inngrip

Mál rannsakað með formlegum hætti.

Ferlið:

Viðtöl tekin við meintan þolanda, geranda og e.t.v. vitni.

– Rætt við einn aðila í senn.

Upplýsingar úr viðtölum og aðrar upplýsingar (t.d.

skráðir atburðir) greindar með hlutlægum hætti.

Ályktun dregin, á grundvelli allra tiltækra upplýsinga.

Ályktun kynnt málsaðilum sem og ákvörðun um eftirmála.

– Mögulegir eftirmálar (ef einelti):

Áminning, tilfærsla í starfi, starfslok.

 

Eftirfylgni

Nauðsynleg – hvort sem óformleg eða formleg leið er farin.

Felst m.a. í því að:

Fylgjast með líðan og félagslegri stöðu geranda og þolanda

Veita geranda og/eða þolanda viðeigandi stuðning og hjálp.

Meta árangur inngrips.

Endurskoða inngrip, ef ástæða þykir.

 

Forvarnastarf

- Greining á starfsumhverfi

 

 

Til að hindra einelti:

Stjórnendur og starfsmenn séu vakandi fyrir þáttum sem valdið geta streitu.

– Sbr. áhrif streitu á samskipti og líðan starfsmanna – fleiri

árestrar og vanlíðan í starfshóp - meiri líkur á einelti.

Bregðist við, ef ástæða þykir.

Þættir sem þarfnast athugunar:

 

Markmiðasetning

Ábyrgðar- og verkaskipting – starfslýsingar

Vinnuálag – of mikið? álagi misdreift?

Sjálfræði (umboð til athafna)

Stuðningur og hvatning

Framkvæmd breytinga (ákvarðanataka, upplýsingagjöf o.fl.)

 

Aðgerðir og forvarnastarf

Hlutverk yfirmanna

Hlutverk forstöðumanna og yfirmanna deilda:

Að ganga á undan með góðu fordæmi.

– Sýna starfsmönnum tillitssemi, virðingu og umburðarlyndi.

Útskýra sameiginlega ábyrgð allra – bæði í aðgerðum gegn

einelti og í forvarnastarfi.

– Sbr. reglugerð um aðgerðir gegn einelti.

Að fylgjast með samskiptum starfsmanna.

Taka á ágreinings- og eineltismálum.

– Ath. ágreiningur oft undanfari eineltis.

Fylgja málum eftir.

– Fylgjast með því hvort ágreiningur leysist/einelti stöðvist.

Stuðla að jákvæðum samskiptum og góðum starfsanda.

miđvikudagur 19 desember 12 2018
Nýjustu fréttir
http://www.kolbrunbaldurs.is/ Á þessari síðu getur þú og...
Í tilefni alþjóðlegs geðheilbrigðisdags 10. október...
Umboðsmaður barna sendi á mánudaginn, 21. mars 2011, bréf til allra...

Könnunn

Er eineltisáćtlun ţíns skóla ađgengi-og sýnileg?
  • Nei