Póstlisti
Skráđu netfangiđ ţitt og fáđu tilkynningar sendar í tölvupósti
Nafn
Afskrá

Styrktaraðilar, Liðsmenn Jerico

Allra Átta vefsíðufyrirtæki styrkir þessa vefsíðu. www.8.is

Leit.is styrkir Liðsmenn Jerico. www.leit.is

Jómfrúin.is styrkir Liðsmenn Jerico. www.jomfruin.is

IOGT styrkir Liðsmenn Jerico. www.iogt.is

DalPay styrkir Liðsmenn Jerico. www.dalpay.com

Grunnskólinn Þelamörk.
(áheitahlaup)

Starfsmannfélag Kaupþings.
(við Hlemm)

Jakob Einar Jakobsson.
(hjólaði hringveginn)

Merkjalist.
(www.merkjalist.is)

Bústaðarkirkja.
(www.kirkja.is)

Áfallastreita

Við megum ekki gleyma því þegar áfallasteituröskun er til umræðu að áföll koma mjög mismunandi við fólk.

Ofbeldisfull nauðgun gæti orsakað áfallastreituröskun hjá einum einstaklingi en skammvinnt þukl dygði hjá öðrum.

Það skiptir ekki meginmáli hvort um er að ræða stríð eða hryðjuverkaárás, kynferðislega misnotkun eða einelti – það sem skiptir sköpum er tilfinningalegt ástand þolandans þegar hann verður fyrir þessu.

Þið hafið hugsanlega heyrt minnst á áfallastreituröskun í tengslum við konur sem hafa þurft að þola langvarandi ofbeldi, yfirleitt af hálfu eiginmanna sinna.

Utanaðkomandi fólk á bágt með að skilja að kona – jafnvel þó að hún hafi þurft að þola ofbeldi til margra ára – ráðist á eiginmann sinn þegar hann er sofandi og drepi hann.

Kona sem sætt hefur langvarandi ofbeldi þarf ekki að standa frammi fyrir beinni ógnun til að finnast sér ógnað og það er vegna þess að líkamlegt ofbeldi í síauknu mæli yfir langan tíma getur valdið því að hún þjáist af áfallastreituröskun.

Það sem skiptir máli hér er að hún lifir í stöðugum ótta um að eitthvað muni gerast, og þess vegna tekur hún upp byssuna jafnvel þó að eiginmaður liggi hrjótandi í bæli sínu.

Í hennar huga er hann, líka þá, stöðug ógnun.

Barn sem þjáist af áfallastreituröskun er fullt ótta við að einn daginn muni kvalari þess drepa það. Og jafnvel þó að kvalarinn sé ekki að loka það inni í skáp eða lemja það einmitt þessa stundu, þá getur það gerst hvenær sem er.

Þess vegna rís það til varnar eins og lamin eiginkona, jafnvel þegar við hin sjáum ekkert sem gæti hafa verið kveikjan að því.

Við getum spurt okkur hvort aðrir ættu ekki að verða varir við þennan yfirþyrmandi ótta?

Og svarið er: Ekki endilega.

Barn sem þjáist af áfallastreituröskun hefur gert árangurslausar tilraunir til að biðja um hjálp, og eftir því sem lengra líður og ofbeldið heldur áfram hættir það að biðja um hana.

Það dregur sig félagslega í hlé tilfinningalega, berskjaldað og varnarlaust, af því að það veit aldrei hvenær samskipti við aðra valda enn einu eineltisatviki. Endalaust ofbeldi.

Líklega glímir það við hugmyndina um að taka líf sitt. Það flýr inn í ímyndaða veröld þar sem það ræður. Á hinn bóginn fer barnið að hörfa þangað æ oftar þar til það verður erfiðara að greina þessa veröld og veruleikann í sundur.

Á meðan eineltisatvikin eru beinlínis að gerast gæti barn með áfallastreituröskun hreinlega flust á annað meðvitundarstig – útilokað sig frá raunveruleikanum til þess að finna ekki fyrir sársauka eða auðmýkingu.

Barn sem þarf að þola ógnanir, stríðni og/eða barsmíðar af hendi gerenda upp að ákveðnu marki, getur farið að óttast að þessir gerendur munu hreinlega drepa það ef það taki ekki eitthvað til bragðs.

Stóran þátt í viðbrögðum barns við endalausu ofbeldi er að finna í þeirri samfélagsgerð sem skóp það og kvalara þess. Samfélag sem það býr í, getur ýtt undir viðbrögð þess.

Það sér ofbeldisfulla tölvuleiki selda í öllum búðum, það hlustar á tónlist sem hefur morð og nauðganir upp til skýjanna. Óáreittir geta kvalarar barnsins hrint því, stjakað við því, barið það, auðmýkt, kúgað, kvalið og niðurlægt þar til.....................

 Ingibjörg Baldursdóttir

miđvikudagur 19 desember 12 2018
Nýjustu fréttir
http://www.kolbrunbaldurs.is/ Á þessari síðu getur þú og...
Í tilefni alþjóðlegs geðheilbrigðisdags 10. október...
Umboðsmaður barna sendi á mánudaginn, 21. mars 2011, bréf til allra...

Könnunn

Er eineltisáćtlun ţíns skóla ađgengi-og sýnileg?
  • Nei