Póstlisti
Skráđu netfangiđ ţitt og fáđu tilkynningar sendar í tölvupósti
Nafn
Afskrá

Styrktaraðilar, Liðsmenn Jerico

Allra Átta vefsíðufyrirtæki styrkir þessa vefsíðu. www.8.is

Leit.is styrkir Liðsmenn Jerico. www.leit.is

Jómfrúin.is styrkir Liðsmenn Jerico. www.jomfruin.is

IOGT styrkir Liðsmenn Jerico. www.iogt.is

DalPay styrkir Liðsmenn Jerico. www.dalpay.com

Grunnskólinn Þelamörk.
(áheitahlaup)

Starfsmannfélag Kaupþings.
(við Hlemm)

Jakob Einar Jakobsson.
(hjólaði hringveginn)

Merkjalist.
(www.merkjalist.is)

Bústaðarkirkja.
(www.kirkja.is)

Sérsveitarhugmyndin

Barn á rétt á að líða vel í skólanum sínum.

Hér er sett fram hugmynd um hvernig hægt er að virkja utanaðkomandi fagteymi til að leysa mál sem skóli ræður ekki við að leysa.

Alveg eins og foreldrum ber að tryggja öryggi barna sinna á heimili ber skólanum að tryggja öryggi þeirra á skólatíma.

Fleiri skólar en færri, trúi ég,  sinna þessari skyldu með sóma. Með reglulegu millibili berast þó tíðindi af því að barn hafi orðið fyrir ítrekuðu ofbeldi, andlegu og eða líkamlegu af hálfu skólafélaga sinna. Afleiðingar eineltis eru alvarlegar og í sumum tilvikum svo alvarlegar að sá sem fyrir því hefur orðið bíður þess aldrei bætur. 

Það er tímabært að horfa af fullri alvöru á þá staðreynd að enda þótt flestir skólar fylgi eineltisáætlun, sumar hverjar þaulrannsakaðar og vel útfærðar, þá ráða ekki allir skólar við að leysa úr þyngstu eineltismálunum sem upp koma.  Af hverju skólar eru svo misútbúnir eða mishæfir til að takast á við þennan vágest má vafalaust rekja til ýmissa þátta í innviðum þeirra s.s. stjórnunarhátta, stefnu eða stefnuleysis og eða sinni einstöku menningu sem sérhver skóli býr yfir. 

Mikið hefur verið rætt um þessi mál undanfarin misseri. Þegar fram í dagsljósið kemur tilvik um einelti sem jafnvel hefur varað í langan tíma, hefst umræða um að nú þurfi eitthvað að fara að gerast til að svona lagað þrífist hvergi.  Foreldrar þolanda, fagfólk og fullorðnir þolendur eineltis rísa upp og láta í sér heyra. Haldin hafa verið þing, farið  á fundi með stjórnvöldum,  ráðherrum, sviðsstjórum,  deildarstjórum og annarra stjóra sem eru yfir þessum málaflokki í sveitarfélagi og í ráðuneytum hverju sinni. Greinar eru skrifaðar, blogg og viðtöl tekin bæði við þolendur, foreldra, aðstandendur og stjórnvöld.  

Vissulega hefur heilmikið þokast áfram í þessum málum undanfarin á.  Æ fleiri skólar hafa aukið áherslur sínar á forvarnir og fyrirbyggjandi aðgerðir. Rætt er við börnin í skólum um samskipti og að þeim beri að koma vel fram hvert við annað. Einnig hefur þeim skólum sem hafa eineltisáætlanir fjölgað. Margir skóla endurskoða áætlanir sínar reglulega og endurbæta það ferli sem eineltismál fara í, komi þau upp. Einnig er vitað til þess að ítrekað er brýnt fyrir starfsfólki skóla að halda vöku sinni og láta vita um leið og tilefni eru til afskipta.

En betur má ef duga skal
Eineltismál eru að grassera án þess að utanum þau náist og mörg skilja eftir sig eyðileggingu til lífstíðar.
Dæmi eru um að sagt sé frá því að skóli hafi jafnvel hunsað að horfast í augu við alvarlegt eineltismál eða telji að unnið hafi verið í því með viðunandi hætti enda þótt  aðstandendur þolanda fullyrði að málið hafi ekki fengið viðhlítandi afgreiðslu. Það er í svona tilvikum sem fólk fyllist vanmætti og spurt er hvort ekki sé neitt við ráðið?

Sérsveitarhugmynd til lausnar


Það er með einföldum hætti hægt að búa til kerfi í formi teymis sem hægt væri að virkja samstundis ef skóli hefur ekki geta leitt einstakt eineltismál til lykta. Hér er mikilvægt að taka fram að með þessari hugmynd er ekki verið að taka ábyrgðina af skólastjórnendum sem vissulega eru ávallt þeir fyrstu sem fá málið á borðið til sín.  Grunnhugmyndin er sú að fagteymi sem þetta verði einungis virkjað sé það mat foreldra þolanda að skólinn hafi ekki ráðið við að stöðva eineltið þannig að þolandanum finnst hann öruggur í skólanum.  Sé teymið kallað út að beiðni foreldra þolanda mun það setja sig í samband við viðkomandi skóla, óska eftir samvinnu við skólastjórnendur og fagaðila hans við að leyða málið til eins viðunandi lausnar og hugsast getur.

Í sumum tilvikum gæti nægt að teymið veiti skólayfirvöldum og fagfólki ráðgjöf og leiðbeiningar um hvernig best sé að bregðast við og hvaða skref sé nauðsynlegt að taka í átt til lausnar. Teymið mun þó ekki  sleppa  hendi af þolandanum fyrr en staðfest hefur verið af honum og foreldrum hans að búið sé að stöðva eineltið, ræða við alla aðila málsins og að gera allt sem hægt er að gera til að tryggja öryggi barnsins í skólanum.

Vegna þess að ákvarðavald skólastjórnenda er mikið og að grunnskólar hafa almennt séð mikið sjálfsstæði getur þessi hugmynd ekki orðið að veruleika nema með milligöngu stjórnvalda. Sé skólastjórnendum ekki gert af yfirmönnum sínum að vera í samvinnu við fagteymið óski foreldri eftir liðsinni þess er ekki hægt að tryggja að það hafi aðgang á vettvang. Samvinna fagteymis og viðkomandi skóla skiptir öllu máli ef takast á að uppræta eineltismálið sem um ræðir.

Börn er börn til 18 ára aldurs
Þessi sama hugmynd hefur jafn mikið gildi í framhaldsskólum eins og grunnskólum.  Allt þar til 18 ára aldri er náð ber okkur sem samfélag,  foreldrar og skóli að tryggja einstaklingum öruggt umhverfi þar sem þau geta látið sér líða vel, verið afslöppuð og örugg. Þessi hugmynd hefur einnig verið mátuð inn í heim fullorðinna. Eins og alkunna er koma upp tilvik um einelti á vinnustöðum þar á meðal kynferðislegt áreiti.  Enda þótt Vinnueftirlitið og stéttarfélög hafa reynt að leiðbeina þolendum og atvinnurekendum í málum sem þessum geta hvorugir þessara kerfa unnið í málinu ef svo má að orði komast. Ástæðan er einfaldlega sú að þeim ber að gæta hagsmuna meints geranda allt eins og meints þolanda, m.o.ö. sitja beggja vegna borðs. 

Samantekt
Ráðuneytin sem hafa þennan málaflokk á sinni könnu í samstarfi við sveitarfélag standi að myndun fagteymis. Um er að ræða heilbrigðisráðuneytið þar sem einelti, fái það að viðhaldast leiðir til alvarlegs heilbrigðisvandamáls, menntamálaráðuneytið og félagsmálaráðuneytið. Fagteymið eða sérsveitinsamanstandi  af þaulreyndum sálfræðingi sem leiða mun teymið, námsráðgjafa/kennara. Kostur gæti verið ef teymið gæti haft aðgang að lögfræðilegri ráðgjöf.

Um sérstakt fagteymi sem þetta þarf að búa til ramma þar sem fram kemur hlutverk þess og hvernig því er ætlað að þjóna þolendum eineltis sem telja sig ekki fá lausn mála sinna á þeim skólavettvangi sem eineltið á sér stað.Teymið þarf að hafa fullt sjálfstæði í vinnubrögðum og með hvaða hætti það velur að vinna í málinu enda sérhvert mál einstakt og útheimtir mismundandi útfærslur. Óski foreldri eftir að teymið vinni í eineltismáli barns síns, verður leiðin fyrir teymisfagfólkið að vera greið inn í viðkomandi skóla.  Teymið þarf að fá fullan aðgang að öllum þeim sem að málinu koma. Teymið þarf að fá aðstöðu til að taka viðtöl í viðkomandi skóla og geta treyst á samvinnu við skólastjórnendur og annað starfsfólk skólans. 

Þeir sem geta virkjað teymið sé horft  t.d. til grunnskólanna eru.
1. Foreldrar/forráðamenn þolanda
2. Skólastjórnendur sem telji  sig ekki ráða við að leysa málið hjálparlaust.

Ávinningur fyrir skólastjórnendur að geta leitað til teymisins.
Gera má því skóna að skólastjórnendum þætti það kostur að geta leitað til utanaðkomandi fagteymis komi upp alvarlegt eineltisvandamál í skólum þeirra sem ekki ræðst við að leysa úr í skólanum sjálfum.  Eins og framan geinir má ætla að í sumum tilvikum muni það jafnvel nægja að teymið veiti skólastjórnendum leiðbeiningar og ráðgjöf.

Komi fagteymið að máli hvort heldur foreldrar eða skóli kalli það til er meginmarkmið þess að vinna í málinu með það fyrir augum að leiða það til lausnar eins og hægt er hverju sinni, hverjar svo sem lausnir þess kunna að verða.  Teymið vinnur með hagsmuni þolandans að leiðarljósi og mikilvægt er að hann og aðstandendur hans upplifi og finni í reynd að málið hafi verð unnið með faglegum hætti.

Hverngi er hægt að sjá þetta fyrir sér í raun?
Einn fagaðili sem er reyndur sálfræðingur þarf að vera sá sem heldur utan um teymið. Hann þarf að geta kallað til 1-2 aðra fagaðila komi útkall. Fagteymið þyrfti að hafa vinnuaðstöðu þar sem það getur haldið fundi og ráðið ráðum, skipulagt vinnuna og haft samráð. Komi mörg útköll á sama tíma geta tveir og tveir unnið saman í máli (málum).

Þörfin fyrir sérstakt fagteymi þegar til lengri tíma er litið.
Spá mín er sú að í fyrstu, gefið að það takist vel að kynna þessa þjónustu,  muni teymið fá mörg verkefni inn á borð til sín.  Ekki er ósennilegt að dragi fljótt úr verkefnafjölda nema e.t.v. þeim málum sem reynast óvenju þung og viðamikil.  Fækkun útkalla teymisins yrði væntanlega í  samræmi  við  aukna virkni og ábyrgð skóla sem munu að öllum líkindum leggja sig meira fram um að leysa mál án utanaðkomandi inngrips. Vel má ímynda sér að teymi eins og hér er lýst geti þannig virkað sem ákveðið aðhald og þrýstingur á skólastjórnendur að gera enn betur á þessu sviði.  Þeir skólar sem sannarlega þarfnast hjálpar við vinnslu þessara mála munu e.t.v.  verða aðstoðinni fegnir.

Í þáttunum Í nærveru sálar hef ég undanfarnar vikur verið að fjalla um þessi mál. Í viðtal hafa komið margir aðilar víðsvegar frá, bæði þeir sem hafa verið þolendur eineltis, aðstandendur, aðilar frá hagsmunasamtökum, stéttarfélagi, prestur, lögfræðingur, rannsakendur og fleiri.  Samtöl við þessa aðila svo og tæplega tveggja áratuga reynsla mín sem kennari, sálfræðingur og skólasálfræðingur hefur sannfært mig enn og aftur um að sú leið sem hér er kynnt getur virkað. Hér er um þverpólitískt málefni að ræða. Vilji og samtaka átak stjórnvalda  er það sem þarf til að gera hugmynd sem þessa að veruleika.

Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur og sérfræðingur í klínískri sálfræði.
www.kolbrun.ws
www.inntv.is  Í nærveru sálar.

 

laugardagur 17 nóvember 11 2018
Nýjustu fréttir
http://www.kolbrunbaldurs.is/ Á þessari síðu getur þú og...
Í tilefni alþjóðlegs geðheilbrigðisdags 10. október...
Umboðsmaður barna sendi á mánudaginn, 21. mars 2011, bréf til allra...

Könnunn

Er eineltisáćtlun ţíns skóla ađgengi-og sýnileg?
  • Nei